sökum þess hve margir eru ekki með fréttablaðið hef eg núna skrifað niður alla greinina (engar myndir fylgja að vísu með ;))
<b><font size=4> ERU MENN AÐ EIPA? </font></b>
Ný orðabók Eddu, 3 útgáfa íslenskrarórðabókar, hefur einna helst verið gagnrýnd fyrir að vera of frjálslynd í tengslum við slettur. Þannig er orðið eipa hvergi að finna í 2. útgáfur íslenskrar orðabókar frá 1983 en stendur hins vegar sem íslanskur þegn í nýju orðabókinni, að vísu merk sem slangur: ,,eipa - aði s slangur - tapa sér, ruglast“ svo aðeins eitt dæmi sé tekið.
Fréttablaðið gengur ins vegar í hina áttina og spyr Mörð Árnassonj ritsjtóra orðabókarinnar, hvort hún gangi nógu langt? Liggur ef til vill í eðli orðabóka að vera einni kynslóð á eftir hvað nýyrði og slangur varðar?
Mörður segir þetta ekki vonda kenningu en bendir á að um sé að ræða almenna orðabók og þá dugi ekki að hlaupa á eftir dægurflugum. ,, það er ekki tilgangur hennar að lýsa máli sem kynni að hverfa á morgun né heldur vera sífellt með prikið á lofti.”
Á <b><u>www.hugi.is/hl</b></u> fara fram fjörleg skoðanaskipti áhugamanna um skotleiki, einkum Counter-Stike, og er þetta líklega vinsælasta spjallsvæði á íslandi (höhömm… þurfti að efast ;)) Eftirfaranadi klausa er gripin þaðan af handahófi og borin undir Mörð. Fær hann einhvern botn í língóið?
<i>“lol. n00b friendly… en ekki jafn friendly…. ekki nærri því jafn friendly :( Hvernig getur n00ba klan byrjaði í Q3 og náð að vinna sig upp í nokkuð pró level þegar það eru bara til tvær tegundir af kveikurum: Pro og rest ;) (smá grín) gg -Garfield”</i> (tilhamingju gummy minn, komst í fjölmiðla með bullinu þínu.. GERI AÐRIR BETUR (og nei, ég er ekki að tala um þig lúlli ;))
Mörður segist ekki hafa lagt sig fram um að rannsaka þessa mállýsku sérstaklega. ,,Ég veit svo sem að “lol” þýðir “laughing out loud” eða bara hahaha og “gg” þýðir “good game”. Þetta er sérhæfður texti og tískusiður á Netinu að sletta - ensk áhrif eru augljós. Mín kynslóð sletti mikið á sínum tíma í ákveðnu hófi gegn eldri kynsl´ðoum og stírfri málsetfnu. Svo rann það nú af mönnum. “
Varðandi harðvítuga harðlínu-stefnu í íslensku þá er Mörður fulltrúi þess að á nýrri öld beri að slaka á. (chilla?) ”Það er ú af fyrir sig ánægjulegt að einhverjir séu ósáttir, jafnvel brjálaðir, en mér sýnist mikill meirihluti þeirra fylgja okkur að málum og vera sáttur við hina hófsömu íhaldssemi sem við höfum a leiðarljósi. Við skulum athuga að það sem hefur farið fyrir brjósið á mönnum, slangurog slettur er aðeins örlítill hluti þess sem finna má í bókinni eða langt innan við hálft prósent"
´
GERI AÐRIR BETUR AÐ LÁTA VITNA Í SIG Í FRÉTTABLAÐINU !!! GÓÐUR GUMMY !! ;DDDDDDDD
ég ber ekki ábyrgð á stafs.villum ;D<br><br>—————————–
[.evil.]Topaz
|Topaz
Haddinn
——————————