Ég biðst afsökunar á því að vera að senda inn enn einn póstinn um þetta en mig langar að fá málin á hreint til að útrýma frekari umræðum.

Vandamálið með umræddan skrim-server er að það virðist oft vanta rcon password á hann. Einhverjar ástæður hljóta að liggja að baki því að svo er og ég ætla ekki að fullyrða um hverjar þær eru.

Nú vitna ég í svar zlave við svipuðum posti: “Settur upp á sama hátt og aðrir, er ekki bara meira af fíflum sem spila þar ?”

Getur vel hugsast, en er það þá bara tilviljun eða eitthvað annað?

Síðan skilst mér að serverinn eigi að endurræsa allar stillingar (þ.m.t. rcon_password) þegar nýtt mapp opnast. Ég veit ekki hvernig þetta virkar með votemap, en a.m.k. hefur það tvisvar ekki gengið hjá okkur Exile mönnum að vota nýtt mapp til að fá passwordið aftur í: skrim3.

Restartast serverinn ef mapp er votað? Eða gæti verið að þjónninn sé stilltur þannig að passwordið restartist ekki?

Ég biðst afsökunar ef að það er nú þegar búið að kippa þessu í liðinn, ef að það er á annað borð hægt að kippa þessu í liðinn.

Svo er annað sem ég vil benda á, hvernig væri að halda lágmarkskurteisi í þessum postum ykkar. Svo að ég vitni í gamlan póst frá mjamja “OMFG , 'EG ER ORÐINN SICK AND TIRED AF ÞESSU HELVITI , bad_password eða eikkah solles”

Þetta eru upphafsorð langrar runu blótsyrða og kvartana sem eru settar fram á leiðinlegan hátt.

Er erfitt að skrifa kurteisislegan kork með fyrirspurn og bíða rólegur eftir að stjórnendur svari?

Kv. Exile | Moonchild




Pálmar