Ég hef tekið eftir því að fólk er í æ ríkari mæli farið að láta eins og vitleisingjar á serverum, og ég skal alveg viðurkenna að ég lét núna áðan nokkur orð falla.

En, hinsvegar er mikið af spilendum sem gera lítið annað en að tuða yfir því hvað Teams eru ójöfn, þegar þau eru kannski 8-8. hvað með það þó að það séu kannski betri spilendur í hinu liðinu, svona er lífið folks.
Svo eru það þeir sem eru alltaf að kalla aðra N00bs, auðvitað eru til n00bs! hverniger hægt að ætlast til þess að spila CS á þess að vera nýliði? Það er engum gefið séns lengur, ef þeir eru ekki að owna serverinn þá eru þeir Newbies. Ég skil varla hvers vegna þetta er notað í svona ríkum mæli við að móðga fólk og niðurlægja. Það voru ALLIR einhverntíman “n00bar”, já! meira að segja Zslave! Hann var eitt sinn n00b, og er nú átrúnaðargoð margra. Bottomline: Það er ekkert að því að vera newbie! þetta samfélag er að stækka og það þurfa að vera newbies í leikjum.

En það sem særir mig þó einna mest er það þegar fólk er að flodda og vera með óþarfa læti yfir því að vera headshottað í gegnum vegg. Ég var að spila núna áðan og var þar lið sem vars svoldið ósanngjarnt, eða 4 T - 8 CT. Og ég var terr. Ég hef gaman af challenge, og mér finnst persónlulega betra að spila á móti fleiri, sem þýðir bara fleiri dráp handa mér.
En á þessum server var óhugnarlega mikið Floddað, t.d. “TEAMS!!!!!!!!!!!” og “eruð þið fokkings helvítis hálfitar! teams!!!” Það var ógurlega leiðinlegt, þannig að ég fór bara.

Svo eru það þeir sem skilja ekki Veterans, eða þá sem spilað hafa CS til lengri tíma. Núorðið, ef einhevr er heddaður í gegnum vegg eða í gegnum kassa, þá kemur eindalaust: “h4x! hann er að haxa!!” Dettur ykkur virkilega ekki í hug að Coltinn hafi staðið út fyrir kassan, eða í gegnum hurðina??

Þakka ykkur,
-Kamino

P.s. Ég sendi þetta ekki sem grein því þeir vilja ekki birta tuðið mitt…