Sælir,
nú fer þetta að skýrast í Eurocup VI og eru tveir leikir í kvöld. Klukkan 7 mæta félagarnir í Sk.swe (bestir eða næstbestir í dag?) finnska klaninu Asc (aimless socialist community). Tel engar líkur á að þetta verði nokkru tíma spennandi, asc ráða einfaldlega ekkert við Heaton-Potti & co.
Hitt matchið er klukkan átta, og eru það Ocrana.D-Link.fi (sem er sterkasta klan finnlands í dag) á móti Dynamic Crew, sem eru þeir bestu í danmörku í dag. Ég held þetta verði helvíti spennandi, DC eru búnir að koma frekar á óvart og má benda á það að Sk.swe rétt vann DC, og voru þeir þá með sitt sterkasta lineup (XeqtR og DarK voru ekki farnir) En því má svo ekki gleyma að Ocr.d-link.fi vann einmitt Sk.swe, tvívegis um daginn, og koma það flestum á óvart.
Semsagt heimsklassa kánter í kvöld, enda eru “við” norðurlandabúar (sér í lagi svíar) bestir í counter-strike. En sterkasta klanið í heiminum í dag, virðist vera eoL, sem eru norðmenn, og verður nokk gaman að fylgjast með þeim í cpl í des.
eoL vann einmitt SK.swe á mjöög sterku lani sem var í finnlandi um daginn, mindtrek laninu, og virtust þeir á köflum ekki þurfa hafa mikið fyrir þessu.
hltv ip tölurnar eru sennilega þessar, gætu þó átt eftir að breytast, fylgist bara með á #eurocup.cs sem er á #quakenet;
asc - sk.swe 62.80.115.11:27020
dc - orc.d-link.fi 62.80.115.13:27020
en allavega, gaman gaman, nóg að gerast og meiri upplýsingar hérna:
<a href="http://www.clanbase.com/news_league.php?lid=664">Clanbase Eurocup VI</a