Ekki fékk ég tips frá “góðum spilurum” þegar ég var að byrja í þessum leik :P
Það sem ég gerði afturámóti var að lesa (já lesa!!!) Counter-Strike manual sem fylgir með bæði retail og mod útgáfunni (hann er á harða disknum þar sem þú setur CS) og í honum eru mjög mikilvægar upplýsingar ef þú ætlar að geta orðið einhvað góður í CS.
Noobar eru ekki bara noobar útaf þeir eru nýjir og ömurlegir og það sem þú taldir upp. Noobar eru með alveg ógeðslegan kjaft á public (aðalega útaf ungum aldri). Einhver hefur sennilega hugsað að t.d. Knifah sé með rosa kjaft. Well.. Knifah er undantekningin sem sannar regluna ;)
Sóknarlið (CT í cs möppum.. t.d. cs_italy. T í de möppum.. de_aztec/de_nuke o.s.fv) hafa það hlutverk að þau eiga að sækja á hitt liðið og reyna að ná ákveðnum markmiðum sem er að bjarga gíslum eða að planta sprengju. Ef þið hugsið að þið græðið einhver frögg á því að campa til að gera andstæðingana pirraða þá eruð þið ekki að spila CS heldur þá eruð þið að hugsa um einhverjar tölur (frögg). Og í gömlum útgáfum af CS þá voru engar tölur á stigaborðinu!
Hittni skiptir máli en enginn vinnur aðeins á hittninni í CS. Ef góð lið spila á móti spilurum sem eru með sérstaklega hittna spilara þá reyna þau að taka þá út fyrst til að auka líkurnar á að vinna umferðina.
Ekki taka public alvarlega. Public spilun á Íslandi er svipað og að spila FFA í Unreal/Quake. Serverarnir eru fullir af ungum strákum sem eru ekki orðnir þroskaðir til þess að geta spilað liðaleiki almennilega (þetta hefur verið rannsakað og tengist ekki bara tölvuleikjum) og þar sem þeir geta það ekki þá breytist CS í einhvern rambó leik hjá þeim.
Úti þá er miklu meira af eldra fólki að spila þennan leik enda er hann gerður fyrir fólk sem er orðið 18 ára eða eldra vegna ofbeldis.
Hvernig verður maður góður CS spilari? Þar sem CS er liðaleikur þá er t.d. mjög gott að æfa samvinnu með því að spila með vinum sínum (af hverju? þú þekkir vini þína og veist hvernig þeir haga sér) og æfa sig í að vinna saman á t.d. public (EKKI GHOSTA það er ekki íþróttamannslegt! Og ef þið vitið ekki hvað er að ghosta þá er það þegar vinur þinn er dauður þá segir þér hann hvar óvinurinn er)
Allavegana ég nenni ekki að skrifa meira um etta í bili.
Gullna reglan er: Þú verður góður með æfingunni.
“hvar á maður að miða með T.d AK;M4 o.s.f.” .. Einfalt! Þú miðar á hausinn! <br><br><i>“Bjöggi, þó að þú spilir reflex voða mikið þá gerir það þig ekki betri í að heyra í bombunni” [.Love.]Zenith</i>
<br><a href="
http://spacefem.com/uselessquiz/index.shtml“> <img src=”
http://spacefem.com/uselessquiz/8.gif" border=0> </a