Sælir Hugarar !!

Þannig er nú mál með vexti að ég er búinn að vera síðastliðna 2 tíma að fara í gegn um gamlar greinar á Huga til að finna lausn á þessu vandamáli.

Ég er með P III 900 vél, 512 MB RAM, Geforce mx440 og win XP.

Ég er að fá steady 100 fps þegar lítið er að gerast í kring um mig á öllum serverum en svo þegar kemur að e-u action-i þá á druslan til að droppa niður fyrir 20 fps?? Þetta þykir mér nú ekki eðlilegt þó svo að margir á þessu síðum séu á því að Geforce kortin séu drasl.

Ég er á háskólanetinu og er yfirleitt að pinga á milli 10 og 30 á flestum serverum og einnig fæ ég örsjaldan annað en 0 í choke.

Þetta mál er hið mest pirrandi og veldur því að ég neyðist oft til að hætta að spila og taka upp á því að reikna í stærðfræðigreiningu og öðru álíka leiðinlegu :(

Allir nýjustu driverar á sínum stað og VSYNC off og fps_max 99

Með fyrirfram þökk.

General_Snus