Afhverju er verið að vitna í heilt klan þegar einungis er um nokkra einstaklinga að ræða? Þetta þróaðist út frá greininni hans Slay, þar sem hann stakk upp á stigakerfi þar sem að
þetta snerist ekki lengur um að hafa sterkasta liðið,
heldur að hafa sem jafnastan hóp liða til þess að safna stigum fyrir sitt lið og það lið inni
sem hefði þá flest stig samanlagt. Þar sem að MurK Q3 hafa unnið bæði CTF og TDM trekk í trekk á Skjálftum,
þ.e.a.s tvær af þremur keppnisgreinum í Q3 á Skjálfta, fannst þeim afar undarlegt að þeir kæmu ekki út
sem sigurvegarar bæði stigalega og heildarlega séð og voru því afar
ósáttir við þessu nýju hugmynd Slay. Það var þá sem að Reaper skrifaði skrýtluvirknin sem ádeilu á MurK,
því að það voru þeir sem mótmæltu mest þessari nýju hugmynd, og kom hann því mjög skýrt á framfæri
hversu miklir aular “við” værum að “kæfa hinu ágætu hugmynd Slay við fæðingu.” Skrýtlurnar hans eru
engu að síður stórfyndnar, en málið snýst ekki um það, heldur hvers vegna hann var að skrifa grein,
þar sem hann var að niðurlægja nokkra MurKmenn vegna þess að þeir gerðust svo djarfir(?) að mótmæla
þessari nýju hugmynd, sem myndi breyta keppnisfyrirkomulaginu í Q3 á Skjálfta umtalsvert.
Reaper slátrar mótmælendum á torgi hins himneska friðar á kostnað skattgreiðenda.
eyky cp.