Málið er aðallega það að þegar lið tapa í winners bracket, þá lenda þau í sama hluta losers bracket og þau voru í winners bracket alltaf. Venjan úti er að láta þetta vera dreifðara, þannig að lið lenda aldrei aftur saman í loser bracket (fyrr en í úrslitunum, þá getur það náttúrulega gerst).
Eftir fyrsta leikinn skiptir ekki máli hvaða lið mætast í loser bracket, því engin af þeim hafa mæst í bracketunum. Hinsvegar eftir 2. round winner bracketsins, þá á að dreifa þessu, þannig að þetta fari ekki beint eftir trénu (loser bracket megin). Ef þú skoðar hvernig CPL gerir þetta, þá dreifa þau liðunum einmitt alltaf eftir 2. round winners bracketsins.
dæmi: (x er lið, og ég læt lægri töluna vinna alltaf)
Winners bracket:
x1/vs/x2 —
————- x1/vs/x3 —
x3/vs/x4 —
————————— x1/vs/x5
x5/vs/x6 —
———— x5/vs/x7 —
x7/vs/x8 —
losers bracket:
x2/vs/x4 — x2/vs/x7 —
————————–x2/vs/x6
x6/vs/x8 — x6/vs/x3 —
eins og þú sérð þá lendir x3 vs x6 og x2 vs x7 í 2. roundi loser bracketsins. Ef þetta færi samkvæmt Skjálfta reglunni þá myndi þetta vera x2 vs x3. Vandamálið með skjálfta regluna er að segjum sem svo að ef x1 tapaði í 2. leiknum sínum í winners bracket, þá myndi það lenda AFTUR á móti x2. Það er frekar fúlt, sérstaklega á þessum skjálfta þar sem helmingarnir á trénu voru frekar ójafnir, flest góðu liðin voru í neðri hlutanum.
Annað sem mætti athuga er liðaskipan í riðlana, hún var frekar ójöfn. T.d. lova og drakea saman, og svo murk a sic b og love b , svo nefa og sica. Síðan var dc B besta liðið í sínum riðli, og drake b í sínum. Það var þetta sem olli því að flest góðu liðin lenntu í sama helming í trénu í bracketinu.
Anyway er ekkert að dissa skjálfta með þessu, þetta var annars flottur skjálfti og vel skipulagt að flestu leiti, er bara að koma með ábendingu um hvernig mætti bæta þetta ennþá meira.