Skjálfti 4 | 2002 verður haldin 1-3 nóvember nk.. meðal annars á afmælisdeginum mínum(2) :) *mont*
Þessi Skjálfti, mun vera æsispennandi. En annars hérna er spáin mín, ég held að öllum sé alveg
sama hvað mér finnst, en ég ákvað að láta þetta flakka annan Skjálftan í röð. Ég mun einnig
reyna að spá til um hvernig lineuppið verður hjá hverju clani.
1. MurK (Krissi, Gambler, blibb, Zombie, knifah, MrRed)
Eins og ég sagði í gömlu spá minni þá eru MurK fæddir sigurvegarar, þeir eru hittnir, með gott teamplay, og gífurlega
reynslu. Eini mínusinn sem ég held að verði hjá MurK er að Ravenkettle fer ekki með þeim(eftir minni bestu vitund), það
er skemmtilegur, yfirvegaður og góður Counterstrike spilari. En eins og hjá svo mörgum clönum, þá kemur maður í manns
stað, og held ég að Gambler takið stöðu Ravenkettle, eins og allir vita þá er Gambler snillingur í þessu fagi.
Mikill orðrómur kom upp að blibb myndi hætta í Counterstrike eftir seinasta Skjálfta, en svo virðist sem hann fari með
MurK aftur, sem er mikill plús fyrir MurK, gaur með mikla reynslu og skemmtilegt að fylgjast með honum.
Og sterki spilarinn MrRed kemur í stað Drulla.
2. SiC a (Some0ne, Cyru$, Shayan, Puppy, $noopy)
SiC a, eru núna komnir með gífurlega reynslu, að vísu hafa þeir auðvitað haft þessa reynslu, en hún eykst alltaf.
Eitthvað hef ég heyrt um að 3rr0r fari ekki með SiC a, sem ég held að það sé mikill mínus, hann kom mér feitast
á óvart Seinasta Skjálfta, sem og svo mörgum öðrum. Ég held að því miður hafi SiC ekki það sem til þarf til að vinna
Skjálftann í þetta skiptið. SiC munu spila æsispennandi úrslitaleik við MurK sem ég held að MurK vinni með naumindum.
Einu breytingarnar eru eins og ég hef sagt er að 3rr0r fór út, og $noopy, inn, maður í manns stað. Allt frábærir spilarar.
3. Drake (WarDrake, AzureDrake, TurboDrake, ZoR, ZeroXool, HammerHead)
Drake eru náttúrulega gífurlega sterkir, mér finnst erfitt að spá um 2 og 3 sætið, vegna þess hversu jöfn öll þessi clön
eru. Drake eru þekktir fyrir gífurlega flott teamplay, flott stratt, og mikla hittni. Þeir eru núna svakalega reyndir, og
komdu gífurlega á óvart þegar þeir slóu hina “ósigrandi” MurK út úr Thursanum. Drake munu standa sig vel á þessum Skjálfta.
Og tel ég 3 sæti, mjög gott.
4. SiC b (SpitSign, Spartakus, Ashtray, RuDDi, 3rr0r)
Eitt sem kemur mér á óvart við liðstillingu SiC “b” ef þetta skal kalla b, er að 3rr0r skuli vera þar. 3rr0r er mjög
klár spilari sem og hinir þarna í SiC “b” en mér fannst hann standa sig alveg sem skyldi með liðinu sem hann fór
með seinast. Ég spái SiC b 4 sætinu eins og ég spáði fyrir seinasta Skjálfta, ég hinsvegar spáði öllu hérna fyrir
ofan núna eins og seinast. SiC b eru gífurlega sterkir, og svei mér þá, ekkert mikið síðri en SiC a. En spái ég SiC “b” í
4 sæti vegna þess, að ég hef ekki séð mikið til Ashtray og Spartakus undanfarið.
5. Love a (Rocco$, PlayBoy, LuPlebb*, cruzty, Resolver)
Mín ágiskun á Love liðinu, Love náttúrulega alltaf sterkir, og ég held að 5 sætið sé þeirra núna. Kannski margir ósammála
mér en öll hin liðin fyrir ofan eru líka gífurlega sterk, ég veit líka að Love eru eitursterkir. Ég hef bara ekkert séð
mikið til þeirra undanfarið.
6. NeF a (SnoZ, SkaveN, $kyline, Azazel, Sicko, Poht)
Sterkt lið, eru að fara saman á CPL í Sumar, og óska ég þeim góðs gengis. Ég veit samt frekar lítið um þetta lið, eina
sem ég veit er að NeF eru mjög sterkir, og eru til alls líklegir, hinsvegar spái ég þeim 6 sæti. Ég veit ekki um teamplayið
þeirra en mig gunar að það sé nokkuð gott.
7. Dc a (sPiKe, V1rTuAL, TrAitoR, Drumcode, Sinister, TraXX)
Þessir leikmenn eru ógeðslega góðir, allt mjög hittnir, og teamplaya mjög vel. Þeir eru þekktir fyrir mjög mjög mikla hittni,
og flott stratt. Ég held að Dc eigi alveg 7 sæti skilið, þó margir telja að þeir eigi að vera ofar, þá finnst mér 7 sæti
alveg mjög fínt. Þeir hafa misst frábæran leikmann úr a liðinu, það er hann EnteX, og líka Dodger, þannig ég spái þeim
aðeins neðar en seinast.
8. DON a (flabb, Sumarlidi, RuNNi, cule, Surgur)
Þessir gaurar eru snillingar, frábærir spilarar, sem fáir þekkja til. Þeir eru sterk heild sem teamplayar vel. Alveg sko
eitur hittnir. Ég tel þeir komi mjög á óvart, þeir komu líka á óvart seinast, en þeir hafa held ég styrkst núna. RuNNi kominn
inn í DON a sem er mjög gott, en eini mínusinn er að HuRRiCaNe er ekki lengur á meðal þeirra.
9. Love b (get ekki gefið mér hugmynd)
Mjög sterkir, sama hvernig það verður, Love er alltaf Love.
10. Dc b (DynaMo, StreameR, Raggie, BulletBreaker, b0ner, Masi)
Þessir leikmenn eru alveg endalaust góðir, ég held að fólk þekki ekki alveg nógu mikið til hvað StreameR getur, hann er
óútreiknanlegur, jafnt sem og hinir liðsfélagar hans. b0ner er þarna, frábær spilari og yfirvegaður. Dynamo hefur líka
komið alveg eitur mikið á óvart fyrir hversu miklar framfarir sem hann hefur tekið á stuttum tíma.
Jæja þá er ég hættur en ég spái að mod eigi eftir að koma mest á óvart með DiaboluZ, Hebrei og AuXilium.
Leikmaður sem kemur mest á óvart: StreameR
Jæja þetta var mín litla spá, lifið heil..
Með kveðju,
[.Faith.]Fixe