Að haldast í sama liðinu !
Ef það er einn hlutur sem skortir nú til dags þá er það stöðuleiki í clönum. Við vitum allir hvernig 2 vikna clönin eru sem poppa upp á korkunum hérna á huga nokkrum sinnum á dag en það kemur því ekkert við hvernig góð clön leysast upp. Það er augljóst að langlífs clönin vita alveg formúluna við að halda clanni lifandi lengi og vel, hún er líka svo ósköp einföld.
Það er nátturulega alltaf gömlu góðu ástæðunar sem gilda, lana tíðlega, allir active, allir í hópnum eru vinir….
En mörg clön hafa þessa kosti en samt liðast þau í sundur eins og swissneskur ostur.
Einfallt er frá því að seigja, að það þarf ekkert marga til að innræta heilt clan til glötunar..
Það sem er aðalástæðan fyrir því að góð clön eru að tætast í sundur hægt og rólega eða einfaldlega á einu kvöldi, er klanhór. Leyfið mér aðeins að skilgreina klanhórur.
Klanhóra: er gaur/kelling sem hefur þörf fyrir að skipta um clan á viku fresti og er oftast að leita eftir því að vera ´´nýji´´ gaurinn í clani eða einfaldlega er alltaf að reyna að komast í betri og betri clön. En þið þarna klanhóru fríkin ykkar, pælið í þessu:
1. Það er SKEMMTILEGRA að vera í vinahóp þar sem mikið er spilað fyrir það að SKEMMTA sér í leiknum og vera professional um leið.
2. í staðin fyrir að reyna að hamast í því að standa undir væntingum í hverjum einasta leik hjá ´´1337´´ clani þar sem þú ert nýkominn í og þekkir kannski persónlulega 1-3 mans ,eða eingann. Er ekki betra að geta tekið því aðeins rórra og spila með mönnum sem þú hefur spilað með í nokkra mánuði og þekkir út og inn hvorn annan.
3. Ef það er einhver gaur í claninu sem fer svona ROSALEGA í taugarnar á þér og þú telur að þú getir einfaldlega ekki spilað með honum, er oft nóg að tala bara við hann venjulega um vandamálið, You´d be freaking amazed how often that works. !!!
4. Ef þú ert clanhóra, og finnst einfaldlega mikið skemmtilegra að hoppa á milli clana og leika þér, so be it, en ég ráðlegg líka öllum leaderum og clönum, ekki endilega taka inn alla meðlimi sem eru með meiri skills en aðrið, þeir gætu með tímanum rifið clanið í sundur að innan….
Pælið aðeins í þessu, ég hef séð of mörg góð clön fara í rúst bara vegna þess að einn maður/kelling fer í annað clan og býr til mikinn usla um leið
(ég er samt ekkert að halda því fram að það sé í 100% tilvika)
En ég tel þessa ástæðu vera þá LANG algengustu.
MEIRI FRÍKING FESTINU Í CLÖNIN, KLANHÓRUR PRÓFIÐ AÐ FARA EFTIR BOÐORÐUNUM, ÞIÐ GÆTUÐ SKEMMT YKKUR !