Daginn
Ég vil hefja þessu stuttu grein á því að kynna aðeins fyrir ykkur Battle for Europe. (http://www.battleforeurope.com)
BfE er “online-campaign” fyrir DoD, RTCW, BF42 og MH:AA. Það sem greinir þetta frá venjulegum “mötchum” er það að liðin eru mun stærri, og keppt er um landsvæði. Á síðunni er evrópukort þar sem liðin geta lagt undir sig lönd óvinanna, og barist um þau.
En öllu gamni fylgir einhver alvara, og gjaldið til þess að öðlast þátttökurétt er 5 dollarar.
Ég fór að velta fyrir mér hugmyndinni, og spáði í því hvort hægt væri að gera svipað á íslandi; þ.e. að spilararnir joina annaðhvort Axis eða Allies, og berjast síðan um lönd.
Skipulag leiksins þarf að pæla aðeins í, en ég er með örfáar tillögur hér:
Landsvæðin:
Ég bútaði Evrópu ásamt Norður-Afríku og -Ameríku niður í nokkra bita, og hér eru þeir:
Þýskaland
Appeníaskagi: Ítalía, Sviss, Austurríki
Balkanskagi: Júgóslavía, Albanía, Grikkland, Ungverjaland
Mið-Evrópa: Tékkóslóvakía, Pólland, Austur-Prússland, Eistland, Lettland, Litháen
Austur-Evrópa: Rúmenía, Búlgaría, Hvíta-Rússland, Úkraína
Rússland
Stóra Bretland
Vestur-Evrópa: Frakkland, Belgía, Holland, Lúxembúrg
Skandinavía: Noregur, Danmörk, Svíþjóð, Finnland
Norður-Afríka: Marokkó, Vestur-Sahara, Túnis, Lýbía, Egyptaland
Norður-Ameríka: Bandaríkin, Kanada
Þetta gera samtals 11 svæði til þess að berjast um.
Ég sé fyrir mér að leikurinn hefjist við innrás Þjóðverja í Rússland, þannig að í byrjun leiksins myndu bandamenn hafa Stóra Bretland, Rússland, Norður-Ameríku og Austur-Evrópu á meðan nasistar hafa Þýskaland, Vestur-Evrópu, Mið-Evrópu, Skandinavíu, Appeníaskagann, Norður-Afríku og Balkanskagann.
Þetta er nokkur mismunur á fjölda landsvæða, þannig að við þyrftum að gefa hverju landsvæði ákveðna framleiðslugetu, sem t.d. væri mjög há í Rússlandi og Bandaríkjunum, en lægri í t.d. Balkanskaganum. Framleiðslugetan myndi síðan ráða hinu og þessu, eins og mögulega hversu mikið air-support þeir fá, og fjölda sérhæfðra deilda eins og t.d. snipers og mg units.
Orrusturnar:
Í BfE er aðallega notast við borð sem eru til fyrir, þegar vegist er um landsvæði. Að mínu mati mætti útfæra þann þátt betur, þar sem ýmsir hlutir í dod vélinni leyfa mun interaktívari spilun. Sem dæmi má taka að hægt er að láta borð hlaða sjálkrafa öðru borði upp, ef einhver skilyrði hafa nást í borðinu. Með þeirri aðferð er hægt að láta hvert landsvæði spana nokkur borð, eins og t.d. ef að Allies væru að ráðast inn í Ítalíu, þá væri fyrsta borðið árás á ströndina. Ef þeir næðu því markmiði þá myndu þeir fá að fara aðeins innar í landið, og á endanum berjast um Róm.
Ég myndi sjá fyrir mér að orrustur myndu fara fram annanhvern Laugardag, og tímann á milli myndu liðin hafa til að undirbúa taktík, og umsjónarmenn leiksins gætu sniðið komandi borð sem best að aðstæðum. Spilunin sjálf væri ekki með tímamörk; leikurinn hættir ekki fyrr en innrásaraðilinn hefur annaðhvort hertekið landið eða verið hrakinn á brott.
Auk þess væru herforingjar sem myndu hafa yfirumsjón með liðinu sínu.
Hvað finnst ykkur um þetta?
-Requiem