Well, ég ætla að fjalla smá um FPS vandamálið sem eru að hrjá marga Kánter Stræk spilara í dag og lausnir fyrir þá sem eru með Nvidia kort (Geforce og Quadro kortin) :
Win 95/98/ME :
Ýttu á hægra músartakkan á desktop og veldu properties, farðu síðan í Settings og Advanced. Farðu í Adapter og veldu 75 sem refresh rate. Farðu síðan í kort flipann og í Additional Properties. Láttu - Allow applications to control the antialiasing mode. Farðu síðan í Opengl og láttu Vertical-Sync á Always Off. Farðu nú í CS og gerðu max_fps 99 í console. Nú ættir þú að fá stöðugt fps nema að þú sért með crapa tölvu og crapa skjákort.
Win XP :
Nú verður málið dálítið flóknara… þótt að þú stillir refresh rate á 75hz í Windows þá breytist það í 60hz í Counter. Þú þarft að ná í Windows2000/XP refresh rate fix á www.guru3d.com. Þú ferð í Downloads -> Videocard utilities -> Generic Tools og í þetta sem er næst neðst (Windows 2000/XP refresh rate fix). En… það er einn hængur, forritið styður ekki nýjustu driverna (30.82/29.42/28.32). Er ekki alveg viss hvort hvað það þarf að fara langt tilbaka til þess að finna réttu driverana. Annars er annað forrit á : http://www.guru3d.com/files/detonator/ og Detonator Drivers og það heitir NVRefreshTool. Þetta forrit styður jafnvel nýjustu beta driverna (40.41). Stilltu síðan á 75hz í því. Láttu - Allow applications to control the antialiasing mode á og láttu v-sync á always off eins og ég sagði fyrir Windows 95/98/ME. Gerðu svo fps_max 99 í console í CS. Þá ætti þetta að vera komið.