Í þessari grein minni ætla ég að lýsa Natural Selection í grófum dráttum
Hva’a ske?
Natural Selection (NS) er breyting (mod) á Half-life. Snýst NS um það að tvö lið, geimverur og landgönguliðar, berast á banaspjótum í afskekktum geimstöðvum í framtíðinni. NS minnir mann að nokkru leyti á kvikmyndir eins og Alien, og tölvuleiki eins og Starcraft.
Liðin
Í NS eru tvö lið. Geimverur, sem hafa náð geimstöðvunum á sitt vald, og landgönguliðar, sem sendir eru inn til að bjarga málunum.
Leikkerfið
Eitt af því sem er mest aðlaðandi við NS er hið svokallaða commander mode. Það snýst um það að einn spilarinn í liði landgönguliðanna tekur að sér hlutverk liðsstjóra. Í stað þess að ganga um myrka ganga útgeimsins í fyrstu persónu, þá horfir hann niður á borðið eins og í velkunnugum leikjum á borð við Starcraft og Red Alert. Hann getur svo skipað liðsmönnum sínum fyrir, og er þeim skipunum miðlað til spilaranna sjálfra, sem ráða því sjálfir hvort þeir framfylgi þeim eður ei.
Liðsstjórinn sér ekki bara um að stýra lanndgönguliðunum við orrustur og könnunarferðir. Auk þess þarf hann að sjá til þess að þeir haldist með nægar skotbirgðir, eiturlyf, og síðast en ekki síst þá þarf hann að sjá til þess að byggingar séu smíðaðar. Með þessum byggingum getur liðsstjórinn rannsakað nýja tækni og ný vopn.
Eins og í flestum öðrum RTS (Real-Time Strategy) leikjum, þá skipta peningar miklu máli. Víðsvegar um borðin eru svokölluð Resource-Nodes, nokkurs konar innstungur til að soga út “peninga”. Með þessum “peningum” er hægt að kaupa vopn og verjur, byggja byggingar og gera hina og þessa hluti.
Geimverurnar
Kerfið er nokkuð öðruvísi hjá geimverunum. Í stað þess að hafa liðsstjóra til að segja þeim fyrir verkum þá eru þær mun sjálfstæðari. Til að vega upp á móti liðsstjóramissinn þá eru þær þó gæddar ýmsum hæfileikum. Sem dæmi má nefna sameiginlega sjón. Þ.e. ef ein geimvera sér þig, þá vita þær allar hvar þú ert.
Geimverurnar eru skiptar í 5 stig. Til einföldunar nefni ég sambærilegar verur í Starcraft, þótt þær séu að flestu leyti allt öðruvísi. 1. stig svipar nokkuð til Zerglings. Litlir og snöggir með öflugar návígisárásir, geta klifrað upp veggi og skriðið gegnum þröng loftræstirör. 2. stig virka eins og Drones, sjá um að smíða hinar og þessar “geimverubyggingar”. 3. stig (Mutalisk) eru fljúgandi, og skjóta gasskýjum. 4. stig (Hydralisk) eru árásarverurnar, með hættuleg sýruskeyti og sterkar klær. 5. stig (Ultralisk) eru síðan stríðstólin, risavaxin ferlíki sem eru ónæm gegn skotum og eyða öllu í vegi fyrir þeim.
Hvenær kemur svo gersemin út?
“Þegar þetta er tilbúið” segja þeir sem eru að vinna að NS. Þeir voru góðir og sendu inn smá upplýsingar um hvar þeir væru staddir í þróunarferlinum (as of 1. ágúst 2002).
Listavinna: 87%
Legal stuff: 90%
Kóðun: 92%
Jafnvægi: 95%
Kortagerð: 93%
Samfélagsvinna: 91%
Hljóð: 95%
Heimurinn og handbókin: 80%
Vefsíðan: 85%
Á þessu má sjá að þetta ætti að vera á næstu grösum, og er stefnt á því að koma NS út í samfélagið núna í haust.
Opinber vefsíða NS: http://www.natural-selection.org
Aðal “fansíða” NS: http://www.readyroom.org
Takk fyrir,
Requiem