Mig langar að velta fyrir mér einu með ykkur.
Höldum við eldri spilararnir, “Oldschool” eins og ég kalla okkur að við eigum Íslensku CS menninguna??
Hvað er málið?
Landslið er nákvæmlega það sem orðið segir að það sé, LIÐ LANDSINS.
Sure, eins og ég lét fram í síðustu póstum frá mér, þá erum við eflaust með mestu reynsluna og skilninginn á leiknum, en það þýðir ekki að við stjórnum öllu og séum yfir aðra sem spila CS hafnir.
Lið landsins á að vera valinn af spilurum landsins, ekki bara þeim sem halda að þeir séu elstir og bestir, heldur einnig hinum sem yngri eru.
Landsliðið er ekki eithvað “oldschool” einkaproject þar sem við veljum bestu menn úr okkar röðum, heldur þar sem hver sem er úr röðum CS spilara fær að hafa atkvæðisrétt um að senda sína hetju til að spila fyrir sína hönd sem íslenskur CS spilari, því að það er það sem við erum allir, bæði “Oldschool” og yngri spilararnir.
Mig langar aðeins að kvóta í vin minn Someone :
“Ef ALLIR fá að láta heyra í sér þá verður þetta landslið tóm tjara”
Tóm tjara í augum hvers? Okkar eldri spilarana sem höldum að við vitum best?
Þegar við erum að velja fyrir hönd landsins þá eiga allir sem taka þátt í okkar menningu að fá að tjá sig, ekki bara “oldschool”.
“.. whats the fuzz about .. ”
Ef við viljum kalla CS íþrótt og viljum að aðrir taki okkur alvarlega þegar við tölum um CS sem íþrótt skulum við betur fara að taka því alvarlega sjálfir!
Svona ákvarðanir eru eithvað sem fullkomlega löglegt er að hafa “fuzz” yfir, því þetta er stórt mál þegar kemur að CS sem íþrótt. Landslið eru það vanalega.
Vitið þegar ég setti fram tillögu mína um hvernig nefndin ætti að vera skipuð, þá var ég meira segja með þennan “Oldschool fíling” sjálfur, því ég vildi halda “heldri” klönunum við stjórnvöllinn.
En staðreyndin er sá að ÖLL klön sem hafa sýnt sig og sannað eru grunnurinn sem við byggjum CS menninguna upp á og mér finnst að öll þau klön sem hafa haldist saman og látið vita af sér og verið virk hafa rétt á að sitja í þessari Landsliðs nefnd svokallaðri.
Þannig að ég legg til að þetta verði svona :
1.
Persónulega finnst mér 3 mánuðir og skilyrðið um “active” clan vera rétt þegar kemur að því að velja þessi klön sem fá að taka þátt í hinum svokallaða IRC fund. - Ef einhver er ósammála um tímann (3 mánuðir) þá má hann endilega koma með betri hugmynd. (Einhverjir sjá auðvitað um þennan fund og að samþykkja klönin, hægt að tala um hver/hverjir það eru seinna).
2.
Á þessum fundi yrði spjallað um klönin, það væri búið að gera fundarskrá með málefnum, t.d. eins og hvaða klön koma til greina og fólk þyrfti að gera rök fyrir því, sem myndi svo enda á atkvæðagreiðslu.
3.
Þegar þessi fundur kláraðist þá þyrftu þau klön sem voru valin (ef þau vilja taka þátt) að velja einn úr sínum röðum til að sitja í landsliðsnefndinni.
4.
Þessir einstaklingar myndu svo koma saman og ákveða : reglur landsliðsins (hvað gerist ef einstaklingar mæta ekki á æfingar og annað í þeim dúr), hvernig valið verður í liðið, hversu margir fá að taka þátt í æfingarbúðunum (þá er endaval eftir) o.fl o.fl. Allt svona yrði ákveðið af nefndinni.
Síðan myndi nefndin reyna að finna einhvern/einhverja (mæli með fleiri en einum) sem væri til í að velja í liðið og sjá um það.
Síðan myndi sá einstaklingur taka til við að sjá um landsliðið og nefndin lægi í dvala þangað til þörf væri á henni í sambandi við eithvað (reglubreytingar eða annað slíkt).
Þetta held ég að myndi bæði vera mest sanngjarnt gagnvart yngri klananna sem finnst þeir vera útundan þegar kemur að vali í eithvað vegna þess að “Oldschool” clönin einoka val/ákvarðanir.
Einnig myndi þetta gera áhugann á CS fyrir yngri spilara mun meiri því núna væru þeir orðnir virkir meðlimir í CS samfélaginu.
Einnig myndi svona nefnd og skipulag innan okkar gera það að verkum að aðrir myndu eflaust taka okkur mun alvarlegar þegar kæmi að því að viðurkenna CS sem íþrótt, því allar stórar íþróttir hafa nefndir, félög, fundi, og stjórnarskipulag, og það er einmitt það sem okkur vantar, STJÓRNARSKIPULAG.
Ég meina erum við ekki alltaf að rífast við fólk sem kemur inn á korkinn okkar og byrjar : ÞETTA ER BARA LEIKUR! Erum við ekki að rífast við þetta fólk og reyna að láta það sjá að þetta er íþrótt??
Erum við ekki að spila landsliðsleiki því við lítum á CS sem íþrótt?
Gerum þá eithvað í því og látum þetta líta út eins og alvöru íþrótt, fyrir UTAN það að þetta kerfi sem ég tala um fyrir ofan (eða í þeim dúr, nátturulega mikið flóknara og meira útúrpælt, enda hef ég ekkert á móti að ef einhver vill finetuna það sem ég sagði fyrir ofan er honum það guðvelkomið) er notað af öðrum íþróttum og virkar þar og er viðurkennt.
Ef við gerum þetta er það góð byrjun á því að CS fari að komast í umtal hjá öðrum íþróttum á Íslandi, og þá á góðri leið með að verða viðurkennd almennt sem íþróttagrein.
Ég vona að ykkur finnist eithvað rétt í þessu sem ég segi :)
Með kveðju,
Preacher.
P.s Ég veit að það eru “Oldschoolistar” sem eru á móti þessu vegna þess að þetta þýðir í þeirra augum að einhverjir “st00pid n00bs” fái rétt á að segja eithvað og taka ákvarðanir, og þá eigi landsliðið ekki eftir að verða “as good as it can be”, en guess what, það er ekki okkar að ákveða fyrir alla aðra þannig að ef öllum hinum finnst hlutirnir réttari heldur en okkur, þá er meirihlutinn ánægður, og þá er landsliðið nákvæmlega það sem það á að vera : Lið landins og landans, ekki okkar “ALL-STAR lið”.
;)