Þegar ég hafði prófað að spila við vin minn í honum í dáldinn tíma, hef ég tekið eftir mörgum göllum. Mér finnst að þeir ættu alls ekki að gefa út geisladisk með CS 1.0 því hann er með miklu fleiri bögga en beta 7.1. Eftir að hafa tekið eftir þessum böggum, þá finnst manni að þeir sem gerðu Counter-strike, ekki hafa prófað borðin nægilega. Eftir að þú lest suma gallana hérna, sérðu að þeir eru augljósir. Hér eru nokkrir gallar sem ég hef tekið eftir á meðan ég hef prófað leikinn:
-Þegar farið er í göng þar sem maður þarf að beygja sig, er eins og maður sé fljótandi í loftinu séð frá öðrum.
-Þegar maður beygir sig, þá sést stundum eins og maður sé í jógastellingu, fljúgandi í loftinu.
-Enginn þarf að hreyfa fæturna til þess að labba, maður flýgur bara.
-Í de_waterworks borðinu(veit ekki hvort það séu fleiri borð svona), þegar maður er að kaupa byssu númer 5 í 3ja category, þá dregst peningurinn af manni en maður fær ekki byssuna.
-Módelin sýnast alltaf vera að kíkja upp og til hliðar, skiptir engu máli í hvaða átt persónan er að líta.
-Stundum sjá aðrar persónur ekki rauða hringinn með krossinum þar sem sprengistaðurinn er.
Athugið, þessar villur tók ég fyrst eftir í þessari útgáfu, ég hef spilað Counter-strike frá því fyrir ári og ég hef aldrei tekið eftir þessu fyrr.