Prodigy verkefnið(og aðrar smásögur) Núna er það komið…

tæpum tveim vikum eftir að háskaför í túndrunni var gefin út(einn dagur til eða frá ;D) kemur út “prodigy verkefnið”

Verði ykkur að því :Þ

Þetta var einn leiðinlegann sumardag. Ég þjáðist af atvinnuleysi og lifði á koffeini og súkkulaði, sat heima, horfði á vídjó, drakk kaffi og át súkkulaði. Ég var atvinnulaus!
Fór á fætur eins og alltaf. Labbaði að kaffivélinni, einn bolli.. slatti mjólk sem/og sykur. Svona lifir maður af.
Fór í sömu fötin og ég er búinn að vera í síðustu 2 vikur. Geri sömu rútínuna.. alltaf.. á fætur.. kaffi.. föt.. og svo.. útí bókabúð til að fá næsta fix dagsins.. á heimleiðinni stoppa ég við á vídjóleigunni þarsem kærastan vinnur. Redda mér nýjustu ræmunum
Stoppa í bókabúðinni og fer að skoða mig um
“Ástir í marakkó”
“Hitinn”
“Írak til okkar daga”
“Prodigy verkefnið(og aðrar smásögur)”

Hmm þetta er eitthvað nýtt. Og mynd af löngum gang með fullt af asnalegum kössum á. “Hmm ég hef ekkert annað að gera í dag” muldraði ég með sjálfum mér er ég setti bókina á afgreiðsluborðið. Hún leit út fyrir að vera skrifuð af Tom Clancy eða eitthvað álíka.. svona sérstakur sérsveitarbragur yfir þessu.
Fór svo Heim á leið. Skellti mér í snögga sturtu og hlammaði mér svo í sófann(eftir sturtuna það er að segja) og tók við fyrri sjónvarpsgláp iðju.
Það var ekki fyrr en kærastan kom heim með vinkonur sínar er ég þurfti að fara lesa bókina(hún yfirtók stofuna með vinkonum sínum)
En get ég ekki lýst því er gerðist þegar ég opnaði bókina. Ég féll í trans, djúpann og ótrúlega óstöðvandi lestrar trans. Ég byrjaði að lesa bókina og hætti ekki fyrr en henni var allri lokið

Kemur hérna aðal saga bókarinnar sem titlast víst Prodigy verkefnið.

“Bara einn vír sem getur verið sá sanni.. hver þeirra” Muldrar Grunt Brimbley með sjálfum sér. Hann er upptekinn við að aftengja stórhættulega sprengju. Situr bograndi yfir henni.. hlustandi á pípin hraðast… bíðandi… hugsandi. Mundar svo vírklippurnar og miðar á vírinn. Er hann er við það að fara klippa heyrir hann rödd sem hann kannast soldið við. Rödd úr fortíðinni sem og eitt hljóð sem hann hefur heyrt svo oft áður!

En til að skilja allt þetta verðum við að fara aftur í tímann.. aftur áður en þetta alltsaman gerðist.

Einn dag þá kom maður heim til sín. Beið honum meira en heitar kveðjur frá konu hans er var með barni. Þau ætluðu að fara út og versla eitthvað á tilvonandi barnið.. nema konan hans var á undan honum út.

Hurð opnast
Bílstjóri sest
Lykill í sviss
Lykli snúið
raftengingar leiða
Kvellettan fær straum
C4 springur

Hann var að stíga út er hann sá konu sína leysast í loft upp. Afhverju? Hvað hafði hann gert?

Eftir þetta tók hann sér starf hjá lögreglu staðarins við að sprengjuleit sem og aftengingar sprengja. En eftir að hann komst að því að hann gat verið mjög efnaður maður við að gera þveröfugt! Að vinna fyrir hryðjuverkamenn. Hvað hafði hann að lifa fyrir? Konan farin.. Lífið í húsinu með girðinguni farið í loft upp. Afhverju? Afhverju hann? Afhverju hún? Afhverju var einhver að gera þetta við hann? Það var ekki eins og hann hafði gert neinum neitt!

Hægt og rólega rann hann út í geðveiki sem og yfir á glæpabrautina og varð Hryðjuverkamaður. Hann starfaði frjálst fyrir phoenix tengiliðina sem og aðra hryðjuverkamenn sem kalla sig “guerilla warfare”
Hann var sá besti í sínu fagi. Hann vissi hvernig lögreglan hugsaði því hann var þar. Hann vissi líka hvernig lögreglan hugsaði ekki og hann gat nýtt sér það. Hann átti ennþá nokkra tengiliði innan lögreglunnar þannig hann gat allveg notað þá.
Á skömmum tíma varð hann efnaður maður og átti villu og bát í suður frakklandi. Hann hafði þetta allt.

Þartil Phoenix tengiliðirnir höfðu samband í eitt af örlagaríkustu skiptunun sem áttu enn að koma!
“Við erum með starf”
“ekki áhuga”
“Við vitum hver drap konuna þína”
“HA!?!………. leyfðu mér að hugsa um það”

2 dögum síðan brást hann og gaf sig.
“þú þarft að taka þátt í einu verkefni fyrir okkur enn.. en svo er það búið! Við segjum þér hvað gerðist og þú munt eiga möguleika á að hefna þín”
Hann var ekki viss hvað hann gat sagt… hvort þetta var lygi til að fá hann til að gera þetta. Eða hvort þetta var sannleikur. Það er vandinn með þessa hryðjuverkamenn… maður veit aldrey hvenær maður getur treyst þeim, heiður milli þjófa er bara kjaftæði!

“Sko hérna er planið. Við erum að fara brjótast inn í geymslu hjá auðjöfur. Markmiðið eru þessi tvö:
A) Tölvukjarninn. Miðstöð alls tölvukerfi auðjöfursins. Þetta miðlara herbergi heldur utan um allt hans bókhald. Frá dópi til leikfanga er hann býr til sem yfirvarp varðandi dópið.
B) Eldsneytisleiðslan að verksmiðjum hans. Þær sjá um að dreyfa eitrinu er sér okkar fólki fyrir fátækt og volæði! Við erum nógu heppnir að þetta er nægilega nálægt frá hvoru öðru til að það sé hægt að nota bara eina sprengju. En sprengjusérfræðingurinn okkar sér alltént um það.. er það ekki?
Ha? jú.. (ég hlýt að hafa dottað eða eitthvað) ég sé um hversu mikið Sprengi efni ég set í þetta!”
Ég vissi varla hvað ég hét þessa dagana. Er búinn að vera svo utan við mig.
“En það er einn vandi. Grunt Brimbley verður þarna!”

Grunt Brimbley. Einn orðaðasti maður í leigulöggu bransanum hingað til. Er meistaraskytta sem og mjög kunnugur á sprengiefni. Vita fáir hvernig hann lýtur út aðallega vegna þess að fáir lifa það af að segja frá. Og þeir sem lifa af.. eru oftast að berjast við hlið hans. Hann er óttaðari en krabbamein, eyðni, hlaupabóla, kvef og kláði! Þessi maður hittir alltaf, segir varla orð og er ein stór ráðgáta. Eina sem fólk veit er að hann er bestur í sínu fagi og hann gerir allt sem hann kann mjög vel! Ef fólk vill að varningur sinn haldist heill.. eða að einhver egi ekki að komast inn til að gera eitthvað við aðstöður þeirra, þá er Grunt maðurinn!

allir taka andköf nema ég. “Ég get séð um þetta. Haldið bara fjandans leigulöggunum frá mér” hreyti ég frá mér á mjög egótískann hátt.

“Allt í góðu. Hérna eru teikningar af svæðinu. Það fyrsta sem við gerum er það sem kallast feik. Við sækjum nokkrir á þennan stað” Hann bendir á hlusta af teikningunum sem lýtur út eins og einhverskonar hús. Tiltörulega sakleysislegt. Ætti ekki að vera erfitt fyrir þá að skjóta nokkrar leigulöggur og komast í gegn.
“Hinsvegar fer restin þessa hérna leið” Segir hann og bendir á langann gang er lýtur út fyrir að vera einhverskonar bakdyr að einhverju.
“Þessa leið fer restin og labbar í gegnum hann. Við búumst við lítilli andspyrnu við þennan stað þannig restin ætti að höndla þetta. Vandamálið er hinsvegar að nýlega kom eigandi skotmarksins inn með fullt af nýjum varningi (dóp og dót) og geymir hann varninginn þarna.. þannig þetta gæti verið smá brölt hjá ykkur. Vill ég bæta við að í geggnum þessa leið er hægt að komast upp í _server herbergið_ sem er annað skotmark okkar. Hinsvegar ef beygt er til vinstri þá komist þið inn að eldnsneytis kerfinu.”
“Þið?” spyr ég eins og ég viti ekki um hvað hann er að tala
“Já. Þú ferð þessa leið, hinir ákveða hvaða leið þeir fara eftir hversu hugrakkir þeir eru á áfangastað”
“Aaah.. En hvernig komumst við inn?”
“Það er það besta! Við höfum mann sem getur komið okkur inn!”
“Vill ég vita hvernig?”
“Ónei!”
Við megum aldrey spyrja. Bara gera! En þetta starf borgar betur en að leita í öllum skúmaskotum eftir einhverju plasti sem er oftast bara leir með rafhlöðu inní. Ekki eins og nein af þessum heimagerðum sprengjum sé einhver hætta. Og þegar maður lendir í hættulegri sprengju þá er maður hálf- óviðbúinn. Mér fynnst sprengjurnar mínar mjög skapandi. Maður tekur glýseról og bætir nitri við. Eftir það getur maður gert hvað sem er við það! Sett það í kókflösku, í ljósaperur. Í hvað sem er og sett það hvert sem er!
Sprengjur eiga að vera skapandi.. ekki niðurdrepandi. Nóg um röflið í mér. Ég verð að hætta að dagdreyma svona!
“Skilja allir planið? Ég endurtek þetta þegar við komum á áfangastað!”

Myrkur í marga klukkutíma… myrkur.. í margar klukkustundir.

Á meðan föruneytið ógurlega með vafasama tilganginn er á leið á áfangastað fær Grunt Brimbley Fréttaskot
“Þeir eru á hreyfingu. 3 klst koma úr gámaherberginu. Þú veist hvað þú átt að gera”
“Hrrmp!”
*click* og samtalinu var lokið

Grunt safnar saman liði sínu í dæluherberginu og segir “menn við höfum 3x klst til að undirbúa okkur undir 3-5 manna árás. Aðal skotmark þeirra eru Annaðhvort dæluherbergið hérna. (það eru þrír möguleigir inngangar. Inn frá kassagangnum(hægt að fara uppí tölvuherbergið þaðan) Inn frá húsinu(þessa leið er líka hægt að fara upp í tölvuherbergið í gegn um háværu hurðina) og í gegnum loftræstikerfið(flókið kerfi sem liggur út um allar dælustöðina sem og yfir í tölvuherbergið)
”Farið í ykkar stöður, en fyrst ætla ég að gera nafnakall“
”Þú ert eitt. Þú ert tvö.Þú ert þrjú. Þú ert Fjögur og ég verð nr 5! Eitt til þrjú verða hjá húsinu í það sem ég kýs að kalla framarlega vörn. Ég verð hérna í dæluherberginu og fjögur, þú ert í tölvuherberginu að passa hérna hluta af ganginum með mér sem/og vera aðstoð við húsið(getur komið inn í gegnum háværu hurðina). Við gerum krossskot(crossfire) þarsem við skjótum á þá úr báðum áttum ef þeir eru að koma kassaganginn. Við látum ykkur vita ef við sjáum þá því þá getur þrjú bakkað inn í tölvuherbergið og farið upp stigann og gert það sem við vorum búnir að tala um.“
Grunt bendir upp í loftræstinguna og þrjú kinkar kolli.
”Getur Þrjú svo komið í bakið á þeim ef þeir ná að yfirbuga fjögur á langa kassaganginum í gegn um loftræstinguna. Fjögur þú verður hins vegar að vera VISS um að þeir komist ekki upp í loftræsti kerfið því þaðan gætu þeir komist hvert sem er meira að segja hingað í bakið á mér! Þú verður að vera mjög varkár með að þeir reyni ekki að komast þarna inn“
”Ég geri það sem ég þarf að gera!“ Fjögur lauk setningunni og Grunt gat séð sjálfann sig fyrir mörgum árum í honum. Ungur, hrokafullur og viss um sjálfann sig.

*DÚMP*
”Ókei. Við erum komnir á leiðarenda. Allir út úr gámunum/kössunum!“
Einn á fætur öðrum ná flugþreyttir hryðjuverkamennirnir úr þessum mismunandi samtökum að brölta sér úr gámum og kössum. Þar troðnir saman í margar klukkustundir í fáum flutningar einingum er siðmenningin kýs að kalla gáma. Súrefnisskortur fór illa í liðsheildina.. en þeir lifa þetta af.

”Þú, þú og þú.. eltið mig, við förum efri leiðina. Rest fer kassaganginn. Og já, ég heyrði frá tengilið okkar að það væri kannski hægt að komast inn um loftræstikerfi. Ef hægt væri að komast inn í gegn um þau þá væri hægt að komast inn í tölvuherbergið óséðir. Restin sem fer Langa ganginn getur reynt að koma einum manni þarna inn. Helst að koma sprengjumanninum þarna í gegn þá gætum við komist flestir inn með því að trufla varnarliðið með þessarri bakstungu. Þeir yrðu þá að breyta allri vörn sinni til þess eins að reyna verja gegn árás okkar.“

Eitt, tvö og þrjú eru komnir á sína staði. Eitt faldi sig inni í húsinu. Tvö ofan á hóp af kössum er voru þarna nálægt . Ná þessir tveir beinni skotlínu á innkomu stað þeirra, í bogakenndum inngang er var eitt sinn tolla-aðstaða. Þrjú er við þrjá kassa er eru raðaðir upp nokk fáránlega og hann sá þá fyrstur.
Þrjú bakkaði aðeins. Að háværu hurðinni. Horfði til vinstri og sá þar vegg.. heyrði þrusk hinum meginn við
Eldsnöggur mundaði hann Colt riffil sinn að veggnum. Hvað svo?

Gikkur kreistur
hamar slær
púður springur
þrýstingur myndast
kúla flýgur
hljóðmúr rifnar
hylkið fellur
við vegginn
kúlan fer í gegn
inn að manni.
Vinstri fótur á fyrsta, bringa á öðrum og vinstri öxl á þriðja.

”Andsk! Hvað var þetta?“
Hryðjuverkamennirnir eru búnir að koma sér vel fyrir og þá allt í einu rífur ein kúla þögnina. Hitti 3 í einu. Þrjú vissi VEL hvað hann hafði verið að gera. Sumir undirbúa sig betur en aðrir. Þrjú vissi vel hvar skjóta átti því hann vissi hvaðan þeir komu. Grunt er eins og mótherji hans. Hann er með sambönd.

*DÚMP*

Ljósin slökkna. Eins og óvissar gæsir standa þeir kjurrir og óvissir um líf sitt næstu mínóturnar. Einn mundar mp5 vélbyssu sína og skýtur nokkrum skotum út í loftið… í áttina að óvininum. Ef hann einungis sæi hann! Ljósblossarnir lýsa upp herbergið. Eins og sólarlag sem endist bara í hálfa sek. En eins og sólin sest þá lýkur skotunum.
”Hættu þessu maður, þú gætir hitt einn okkar“
Myrkrið skellur aftur á. Eins snöggt og ljósin komu þá kemur myrkur aftur.

Aftur að gangnum.
Þeir tveir náðu að laumast framhjá fyrstu hindruninni. Þrír kassar er sitja nett raðaðir saman í einum haug. Þeir koma svo að inngangnum að ganginum. Læðast þeir tveir áfram. Sprengjufræðingurinn og hryðjuverkamaðurinn. Vopnaðir einum AK47 riffli, einni glock18 og einum Desert eagle .50 kalíbera. Allir með nóg af skotfærum. Kevlar vesti á línuna.
Þeir eru komnir að inngangnum. Annar leggur AK-inn sinn niður og kíkir upp fyrir fremsta kassann til að vera viss um að upplýsingarnar um loftræstikerfið séu ekki réttar. Bíngó. Þarna er þetta í loftinu, væri vandi fyrir einn mann.. en ekki þennan!
Læðast þeir framar. Annar dregur einn kassa og setur beint undir loftræstinguna, nær svo í skrúfjárn er hann undirbjó sérstaklega fyrir þetta augnablik og skrúfar það af.

Fjögur var ennþá á sínum stað og var nokkuð viss um að það sem Grunt var búinn að vara hann við var að fara gerast. Hann mundar Vappann(slanguryrði yfir AWP)

Er sá fyrri kominn upp í loftræstinguna með sprengjuna. Hinn var að teygja sig upp og var nýbúinn að ná gripi á stiganum.

*BÚMMM*

Þetta var hljóð er fáir gleyma. Hljóðið var svo hávært að allur gangurinn titraði. Hann horfði á undrunarsvip félaga síns er missti gripið, vöðvarnir hans gátu ekki haldið honum uppi.. ekki efir það sem gerðist. Ótrúlegt hvað hann lifði lengi.
Fallið voru tæpir 3 metrar þartil hann féll á kassann er hafði hjálpað honum upp. Datt hann niður eins og aum tuskudúkka með risavaxið gat í gegn um maga sinn.

Fjögur færði sig nær til að vera viss um að hann væri dauður og til að vera viss um að það væru engir fleyri þarna. Grunt sá hann læðast með Vappann áfram.. inn kassaganginn. En svo.

”… nei“

Hinn tók upp Desert Eagle .50 kalíbera hand fallbyssuna sína.. og sleppti svo takinu á stiganum. Féll hann niður en vissi samt upp á hár hvað hann var að gera.

Gikkur kreistur
hamar slær
púður springur
þrýstingur myndast
kúla flýgur
hljóðmúr rifnar
hylkið fellur

Hann lenti ofan á líki félaga síns.. mundaði skambyssuna sem rauk ennþá úr.. til að vera viss!

Grunt sjá fjögur falla niður eftir skot í höfuðið…
”Ef þið ætlið að spila þetta svona.. þá fínt“

*dínk, dínk, dínk*

”Hvaða hljóð var þe…“

En hann náði ekki að klára setninguna. Sjáöldrin skruppu saman.. þau urðu svo mjó að nálar fitna í samanburðinum einum. Eftir myrkrið þá voru þau einmitt út-þanin og óvön neinskonar birtu. Þeir vissu ekki hvaðan að þeim var verið að ráðast!

Fótatak… *fjúmp fjúmp ….* þetta hljóð endurtekur sig… aftur og aftur og aftur. Einn hryðjuverkamannana er svo hræddur að hann bakkar bakvið eitt horn.
hann heyrir hljóðin þegar skotin rífa félaga hans í tætlur.. hvert á fætur annars heyrir hann þegar vinir og félagar hans eru tættir í sundur af alsjálvirkum hljóðdeyfðum hríðskotarifflum.
”C4354 ph!r3“

Skothríðinni lýkur og það er þögn. Þeir notuðu hljóðdeyfa þannig það heyrðist lítið í þeim.. blossarnir voru líka litlir sem engir. Einn þeirra dó ekki við skothríðina, lá nær dauða en lífi á gólfinu… þarsem honum blæddi hægt út fékk hann að sjá banabera hans.
Sex grænglóandi augu nálgast hann… Eins og grænir djöflar dansandi yfir honum og föllnum félögum hans.. glottandi.. hlæjandi. Hann náði að kreista út eitt andvarp áður en annar ljósblossi lýsti upp herbergið.
Sá síðasti hélt á hríðskotabyssu sinni.. 100 skot í dúnknum er sat undir tröllvaxinu vopninu.
”Ekki svona“ sagði hann með sjálfum sér og gerði sig tilbúinn

”Eru þeir allir fallnir?“ spyr tvö ó óvissum tón
”Nei mig mynnti að þeir væ…“ Þrjú náði varla að klára setninguna er hann sá þann síðasta stíga fyrir hornið.

Og herbergið var heimsendir um stund.

Eins og með allt annað þá féllu græneygðu dansandi djöflarnir fyrir hönd stórskotanna… sem og allt annað! Birtan sýndi sletturnar á veggjunum.. líkin á gólfinu… bæði fallinna félaga sem/og mótherja þeirra.
Þeir voru allir dauðir… hver og einn einasti

*click*

”Það furðulega við NVG(night vision goggles. gleraugun er höfðu hjálpað sérsveitarmönnunum að sjá í myrkrinu ógurlega hafði víst líka verið það sem hryðjuverkamaðurinn miðaði á… Það sem hafði hjálpað þeim fyrr.. var nú orsök fall þeirra) er að maður þarf þau ekki þegar gikk-graðir fávitar með stórar byssur full-bursta í myrku herbergi“

Desert eagle .50 kalíbera við efsta hluta hálsins(mænukylfan)

Gikkur kreistur
hamar slær
púður springur
þrýstingur myndast
kúla flýgur
hljóðmúr rifnar
hylkið fellur

Þrjú kveikti aftur á NVG gleraugunum og horfði yfir blóðbaðið. ”Afhverju þurfti þetta að vera svona?“

Einn eftir.. Læðist inn ganginn.. inn hjá eldsneytist herbergið. C4 sprengjan dregin fram…

Tíminn settur… tæpar 40 sek

Hún sett niður á veigamikinn stað þarsem hún myndi örugglega gera sem mestann skaða og svo sett í gang. Hann hljóp út…

”Fyrst þeir spiluðu þetta svona.. þá berst maður með eld.. gegn eld!“

Grunt læðist niður úr myrku horni, mundandi Desert Eagle .50 kalíbera byssunni sinni. Læðist niður að sprengjunni, tekur fram aftengi búnað sinn, leggur Desert eagle byssuna á gólfið við hliðina á og hefst handa.

*click*

”Hélstu virkilega að ég ætlaði að koma gangandi út úr þessu.. eftir það sem þú gerðir? Eftir að þú drapst konu mína?“
”Hún vissi of mikið um okkur!“ Heyra mátti ótta í rödd Grunt.. hann var hræddur. Sprengja er átti eftir að tæta hann í öreindir nokkra cm frá honum. Risa vaxin hand-fallbyssa við höfuð hans, hægra gagn-augað
”Hún var… “
Hann náði ekki að klára setninguna fyrr en Þrjú gekk inn.

”SKJÓTTU HANN“ Öskraði Grunt Brimbley. Óttasleginn vegna þess að hann vissi ekki hve langt var eftir af sprengjunni.. heldur bara að pípunum fjölgaði.
”En… Það..“

Gikkur kreistur
hamar slær
púður springur
þrýstingur myndast
kúla flýgur
hljóðmúr rifnar
hylkið fellur

Þrjú féll niður við enda stigarins skammt frá tvemenningunum.

Grunt Brimbley vissi hvað var að gerast. þa…

Aftur í veruleikann…

”Elskan mín.. settu frá þér bókina.. þú ert búinn að vera lesandi hana í allt kvöld. Komdu nú uppí og lestu úr mér“
María mín glotti við tönn og ég vissi hvað beið mín uppí rúmmi.. en ekki hvað beið mín í bókinni
”bara 10 mínótur í viðbót“ Náði ég að hósta klaufalega úr mér
”Fuss.. þú sagðir það fyrir 2 klst. Veistu ég nenni þessu ekki. Ég er farin að sofa“

Ekki get ég sagt að mér hafi liðið vel.. en núna hafði ég þó frið til að klára bókina

Grunt Brimbley vissi hvað var að gerast. Þarna stóð hann .. inní eldsneytis herberginu..
Vinstri höndin hélt um vírklippur og voru við það að klára að aftengja 5 kíló af C4/semtex blöndu.
Hægri höndin hélt á .50 kalíbera Desert Eagle byssu er miðað var á hægra gagnauga á höfði hans.

Hann var talandi við sjálfann sig.
”Hvað ætlaru núna að gera. Búinn að sjá til þess að við komumst hvorugur héðan út“
”Það var tilgangurinn“

Byssan er sat við höfuð hans var sú sama er sá fyrir Þrjú og fjögur. Því fjögur fékk ekki skot í ennið.. heldur í hliðina á höfuð sitt.. úr einu áttinni er hann sá það ekki koma úr.
”Afhverju Drapstu þær“ Sagði hann við sjálfann sig
”Þú veist það. Hún vissi hvernig við vorum. Hefði á endanum skilið okkur í sundur. Við vitum báðir hvað hefði gerst hefðum við farið í meðferð vegna geðklofans“
”Já. Hún væri ennþá lifandi, við ættum barn og þú værir ekki hérna. Standandi bograndi yfir plastsprengiefni sem þú lagðir sjálfur niður. Mundandi byssunni er drap liðsfélaga þína. Ábyrgur fyrir falli stórs hluta Phoenix tengiliðana sem/og allra liðsfélaga þinna!“

Honum var litið á sprengjuna. LCD skjárinn er sýndi tímann er eftir var af sprengitímanum sýndi núna bara:
”Have a nice day :)"

Dynkurinn heyrðist marga kílómetra í burtu þarsem báðar eldsneytislínurnar fóru samtímist. Tættust allar byggingar í nálægt í sundur.

Þessu var líkt við flugslys.. gígurinn var svo stór..

Enginn mun einhverntíman vita hvað gerðist á ganginum. Enginn mun vita hvernig græneygðu djöflarnir dönsuðu yfir föllnum félögum og hvernig þeirra var á endanum hefnt. Þrjú og Fjögur fá aldrey neinn heiður yfir hvað gerðist. Enginn mun vita neitt.

Ég skreið upp í rúm til kærustunnar og fór svo að sofa. Atvinnuleysi var stundum ekki svo leiðinlegt. Ég vissi amk hvað ég ætlaði að gera á morgun.

:)

Þakka fyrir

GarFielD
[.Love.]GarFielD
eða bara Gummi Kári