Kæru Counter-Strike spilendur

Vegna mikillar umræðu upp á síðkastið varðandi slæmt núverandi
ástands CS spilunar og menningar hér á landi, langar mig að minni
ykkur á að “heimur versnandi fer” var fyrst sagt fyrir tæpum 2400
árum. Ef það hefði verið satt þá og allt stöðugt versnað í þennann
tíma byggum við núna öll nakin í blautum, köldum moldarholum sem
reglulega læki brennandi kvika oní á meðan við hlustuðum á B.
Spears syngja um ástina eða eitthvað þvíumlíkt. Þannig er heimurinn
hinsvegar ekki orðinn.

Hlutirnir eru ekkert að versna, einungis að breytast. Öllum
breytingum fylgja bæði kostir og gallar, vissulega erum við að
rústa ósóninu úr mengun nú á dögum, en við komumst, þó við séum
ekki konungsborinn og moldrík, til Spánar, og það á tæpum 5
klukkutímum, ekki 2-3 vikum. Alveg eins spila fleirri fífl
Counter-Strike nú á dögum, en þá eru líka alltaf nægt fólk að spila
við, fleirri til að bera sig saman við og svo ekki sé talað um
fleirri til að drepa. Svo eru ekki allir byrjendur fífl.

Ekki má heldur gleyma að breytingarnar rista allar,
undantekningalaust, grunnt. Heimurinn er og verður samur við sig,
við étum sofum og ríðum 90% af lífinu. Enda er fátt skemtilegra og
okkur mikilvægara en einmitt át, svefn og kynlíf. Eins snýst
Counter-Strike alltaf í megin atriðum um eitt: Að bora byssukúlur í
gegnum sem flestar hauskúpur og vinna lotur. Það breytist seint.

Það sem ég er að segja er; ekki missa sjónar á því sem skiptir
máli, öllu máli: Counter-Strike er skemmtilegasti netspilunar, ef
ekki bara tölvuleikur sem völ er á að spila. Þetta virðist fara
fram hjá sumum, fólki sem tapar sér í minni atriðum.

Sjálfur er ég byrjandi að öllu leyti (n00bi eða hvernig sem það er
skrifað læt ég ekki útúr mér á prenti því þar eru tölustafir
notaðir sem bókstafir. Og það. Er fáránlegt.). Ég kalla mig Hans
Lingo/Hans Lingo Hálfvita (það flokkast varla undir alt-nick, er
það?) og ég á ekki einu sinni tölvu. Allt sem ég hef spilað (15
klst. Max) hef ég spilað hjá vini mínum (LadyLuck úr KGB).

Ég er að upplifa allt í fyrsta sinn; fyrsta kill-ið(þar sem ég er
með meira en 10 í líf eftir á), fyrsta handsprengju kill-ið, fyrsta
vel heppnaða flash-bang-ið, fyrsta sniper kill-ið o.s.frv. Það
merkilega er að ég held að ég sé frekar að sjá þetta í réttu ljósi
en margir hverjir vel sjóaðir spilendur. Fegurðinn er ekki farinn,
grunnurinn er alltaf til staðar. Spilið með skemmtun að
leiðarljósi, en ekki bara til að spila, því það er það sem þið
gerið, að spilið Counter-Strike. Mér hefur einu sinni gengið
raunverulega vel í lotu, drap 3 (tveir colt og AWP) með mp5 og
aftengdi sprengjuna sem þeir voru að passa: Þetta var gleðilegasta
stund júní mánaðar hjá mér! Einhverjir kölluðu mig svo fokkings
hálfvita og hóru, og virðingarleysi og leiðindi eru vissulega
hvimleið í CS heiminum og…

…réttmætt er það umtal um að enginn bæri virðingu fyrir sér betri
spilurum, og það finnst mér undarlegt af fólki. Ég er verð afar
feginn að vera með bleh í liði þegar ég sé hann eiga síðustu 5
killinn í leiknum, og fátt finnst mér eins kúl og þegar ég sá
MadMax drepa einhvern sem reyndi að aftengja sprengju, passa hana,
drepa 3 CT-a á sirka 8 sekóndum sem komu úr tveimur gagnstæðum
áttum með svona 12-15 commando skotum og koma sé í burtu áður en
hún sprakk. Svona menn óttast ég og virði. Ég er lélegur og er bara
sáttur ef einhver drepur mig sem var vel að því kominn, því hann
kunni betur á byssuna sína, betur á borðið, betri aðferðir. Og ef
hann var bara heppinn þá veit ég líka alveg að ég er álíka oft
heppinn.

En þetta er utan við point-ið.
Counter-Strike er og verður bestur og það kemur betum og versionum
ekkert við er allt sem ég er að segja.

Dac

PS: LadyLuck hefur tekið eitt og eitt round sem H