Thursinn Counter-Strike 2 (TCS:2)
Keppni hefst 1.Júlí. 2002 klukkan 21:00
Keppt verður tvisvar í viku 2 x 12 umferðir í senn.
Keppt verður í eftirfarandi borðum:
De_dust
De_train
De_dust2
De_clan2_fire
De_clan1_mill
De_aztec
De_inferno
De_prodigy
De_nuke
De_cbble
Til að skrá lið þarf 5 leikmenn lágmark. Ekki eru nein takmörk á fjölda skráðra leikmanna frá klani. Ef klan vill skrá 2 lið (ekki fleiri en 2 frá klani) verður að höndla skráningu liða eins og um væri að ræða 2 aðskilin klön, þeas ekki mega vera sömu menn í báðum liðum og ekki má víxla mönnum milli liða.
Til að fylgjast með hvort brotið sé á þessari reglu er skylda að skrá wonid og ip tölu ( ef viðkomandi er með fasta ip tölu) með hverjum leikmanni.
Til að koma í veg fyrir miklar hræringar milli lið er lokað á breytingar liða 12 tímum áður en umferð hefst og opnað 12 tímum eftir það. Í þeim tilvikum sem leikmaður skiptir milli liða/klana í deildinni þarf viðkomandi að bíða 2 umferðir áður en hann má keppa með nýju liði/klani.
Frekari reglur og fyrirkomulag verða kynntar nánar þegar nær dregur keppni.
Skráning fer fram með tölvupósti á zlave@skjalfti.is.
Ekki verður tekið við fyrirspurnum á irc til að byrja með.
#tcs.2