Án þess að ég fari að krítisera stærsta LAN og það skemmtilegasta sem haldið er á Íslandi í kringum Counter-Strike, þá er það skráningin sem mér finnst svolítið furðuleg.

Þegar ég skráði okkur síðast á Skjálfta sendi ég hinum meil um að senda mér bara allar upplýsingar, ok flott mál, allt gekk í hinu fínasta… allir komust inn (sem ég hefði persónulega viljað hafa hina stóru meðlimi frekar en hina litlu í meirihluta (en það gerist ekki núna þar sem allir þeir eru hættir))

En núna, sá annar um skráninguna, ok mitt fault, bjóst við hann vissi af því að ef hann skráði ekki allt liðið í heildina þá færu nokkrir á biðlista.

Nú, þá er það vandamálið. Hann skráir klanið og liðið. Við tveir skráum okkur, svo einhverju síðar skrá hinir sig. Þeir 3 fara allir á biðlista á meðan VIÐ förum á stóra listann.
Það er stupid. Annaðhvort ættu allir að fara á biðlistann þegar um svona fáa menn ræða eða allir inná listann, við erum jú ekki nema 5. Þannig að við tveir fórum og staðfestum okkur inná skjálfta í gær.

Um kvöldið frétti ég svo af því að ef maður staðfestir og mætir ekki á skjálfta þá er maður bara bannaður á næsta??!?!

Hvaða rugl er það?

Auðvitað staðfestum við okkur því ef hinir komast inn þá þurfum við ekki að pæla meir í því. Ef við staðfestum okkur hins vegar ekki þá komast hinir 3 inn og við 2 dettum út, þar sem það er SLATTI á biðlista. Þessir 3 eiga litla möguleika býst ég við á að komast inn, og við erum þá í banni á næsta skjálfta fyrir að gera réttan hlut með að staðfesta okkur EF hinir skyldu nú komast inn.

NeF eru með 22 menn inni og flest klönin eru með fleiri en 1 lið inni, nema þau smærri náttúrulega. Svo kemst eitt lítið klan ekki inn vegna fjöldans í stærri klönunum sem eins og maður sér nær oftast yfir 12 og upp í 22 (í einu tilviki) Bannið er fáránlegt því þá ætti maður einfaldlega að geta afskráð sig alveg úr keppni ef allt fer ekki eins og skyld og hleypt hinum á biðlista inn, sem virðist ætla að vera örfá sæti.

Hvernig væri nú að ef eitt klan skráir sig þá fær það fast 5 sæti, og restin ræðst af hinu hve mörg klön sækja um eða eitthvað álíka, ég veit ekki hvað, en þetta er svolítið mikið að vera með þetta svona að stóru klönin yfirtaka þetta allt saman (ekki að ég búist við neinum stórsigri enda förum við til að skemmta okkur en ekki hitt)

Eins og ég segi, þá er ég ekki að agnúast út í neinn, því þessir menn eiga mjög mikið skilið, það eitt að halda svona keppni er miklu meira en nóg, og gera það 4x á ári er gott betur en miklu meira en nóg :D


Ég hef svo sem ekkert annað en að segja Skjálfti er snilld, og vonum að við komumst inn til aðeins að fá að leika okkur á öðru en public.

[-EsreveR-]omixorp