Til að fá yfir 60 fps í CS og öllum leikjum yfirleitt gerir þú eftirfarandi:
Þú hægri-klikkar einhversstaðar á skjáinn þinn. Þar ferðu í Properties, Settings, Advanced og Monitor. Í Monitor skalt þú haka við “Hide modes that the monitor cannot display” ef að sá möguleiki er þarna (Þessi möguleiki er kannski bara í Windows XP.) Síðan velur þú hæstu töluna, svo lengi að hún er ekki yfir 100. Ef að þú hefur ekkert val um tölur heldur bara “Optimal Refresh Rate” og “Monitor Default” til að velja um skaltu setja það á “Optimal Refresh Rate.” Ef að þetta var þegar stillt á það eða að það bætir FPSið ekki jafn mikið og þú vildir þarftu að nota PowerStrip. Náðu í það á http://64.113.35.210/ps.htm. settu það upp og smelltu á PowerStrip merkið sem er komið í Taskbar hjá þér, lengst niðri í hægra horninu. Þar skaltu velja Display Profiles og Configure. Ýttu svo á lásinn sem er í Refresh Rate hlutanum og settu það á það hæsta mögulega. Verið viss um að haka við “Hide modes that are not supported by monitor.” Farðu í Apply og byrjaðu í CS.
Skrifaðu fps_max 100 og cl_showfps 1 eða net_graph 3 í Console og tékkaðu hvort að þú fáir meiri FPS.
Ef að þú vilt fá ennþá hærra FPS farðu þá í flipann sem að heitir eftir skjákortinu á sama stað og “Monitor” flipinn er og farið í “Additional Properties.” Veljið “OpenGL settings” og setjið “Vertical Sync” á “Always Off.” Það er engin leið að gera þetta í Direct3D nema að´þið náið í tweaker og þá er sá langbesti RivaTuner sem að þú getur náð í á http://www.guru3d.com/files/rivatuner/ . Smellið á hnappinn við hliðina á orðinu “Customize” og veljið “Customize DirectDraw and Direct3D settings.” Þar skuluð þið velja VSync og setja “Synchronization with vertical retrace” á Always Off.
FYRIR WINDOWS XP/2000 NOTENDUR:
Náið í RivaTuner í linknum hér fyrir ofan og smellið á hnappinn við hliðina á “Customize” og veljið “Install 60Hz refresh rate fix.” Restartið tölvuna og skrifið “fps_max 100” og “net_graph 3” inn í consoleinn. Ef að þið viljið fá enn hærra FPS notið þá RivaTuner, linkur fyrir ofan, farið í “Customize OpenGl settings” og setjið VSync á Always Off og gerið það sama við Direct3D ef að þið notið það til að spila.
Þegar maður setur Vertical Sync eða VSync af leyfir það FPSinu ykkar í leikjum að fara yfir “FPSið” sem að skjárinn ykkar er stilltur á. Þetta getur fengið leikinn til að líta dálítið skrítið út ef að RefreshRateið ykkar er langt undir FPSinu. Þess vegna mæli ég með að þið stillið Refresh Rateið áður en þið stillið VSync af.
Mannlegt auga getur ekki greint meira en 72 FPS, það er, maður sér engan mun á 72 FPS og 500000 FPS. En það er gott að láta FPSið fara á 100 vegna þess að þá er það ekki jafn líklegt til að detta niður í eitthvað lágt.
She's well acquainted with the touch of the velvet hand, like a lizard on a windowpane