Jæja,

Nú er að byrja EM í DoD. Keppnin er eins og EM í fótbolta, 16 lið mæta til leiks og spila í 4 riðlum. Líklegast verður spilað 6 vs. 6 og hvert landslið með 12 manna landsliðshóp
Ísland er skráð til leiks en vegna þess að við vorum skráðir frekar seint þá þurfum við að spila við Noreg upp á 16. sætið. Við munum spila 2 möpp við þá og mun stigatalan ráða hver fer áfram í keppnina

Pingið okkar út til Evrópu verður hryllilegt en við munum fá að spila helming leiksins við Noreg á ísl. server. Þannig að við eigum alveg góðan séns í þá.

Hvernig verður valið í liðið?
Við megum skrá til leiks 12 manna landsliðshóp. Við verðum samt með 16 manna landsliðshóp þar sem 4 verða í backup ef einhver forfallar sig.
Reynt verður að hafa valið sem lýðræðislegast. Öll ísl. DoD klönin senda inn 10 manna lista sem má ekki innihalda neinn úr þeirra klani (Reynið að raða þeim í sæti helst, þannig að við eigum auðveldara með að fara yfir þetta, þ.e. númera frá 1-10). Úr þessum listum verður svo unninn 16 manna landsliðshópur.
Við munum síðan reyna að hafa gaman af þessu. Skipta hópnum í tvö lið og spila pressuleiki.

Þennan lista verður að senda inn fyrir lok helgarinnar á bbf3@heimsnet.is
Nánari upplýsingar fást á #eurodod.is - irkrás ísl. landsliðsins.

Fylgist síðan vel með hér á huga

Tenglar:
<a href="http://dodeurocup.ngi.it/">Heimasíða EuroCup</a
——————-