Jæja!

Nú hefur verið settur upp íslenskur beta test server fyrir Counter-Strike v1.4

Mig langar að vita hvað ykkur sem hafa prufukeyrt betuna finnst, bæði kostir og gallar í ykkar augum.

Mitt álit er svohljóðandi:

Eftir að hafa spilað allnokkur kort og prófað allar byssur, heyrt ný hljóð og kannað nýja möguleika þá er það mitt álit að það sé mun skemmtilegra að vera dauður heldur en lifandi í þessari útgáfu.

Spectator kerfið er það flottasta sem ég hef nokkurn tímann séð þú getur valið um allskonar sjónarhorn, auto director á myndavélina og séð sjálfan þig í dauðatygjunum. Afar gott hjá teyminu atarna og fær þessi útgáfa fullt hús fyrir afþreyingu á meðan dauður ert.

Þegar að þú ert lifandi þá er mikið af nýjum eiginleikum sem fer í taugarnar á fólki, þ.á.m. mér.

Í fyrsta lagi þá er alveg ótrúlegt hvað lítill hlutur eins og að geta ekki einu sinni hoppað fyrir kassa án þess að nánast stoppa getur farið mikið í taugarnar á mér. Þetta gerir leikinn þó auðveldari fyrir nýliða sem að áttu frekar erfitt með að hitta fólk sem var lengra komið og hoppaði og skoppaði út um allt. Einnig verður það eilítið leiðagjarnt að það taki mann hálfa mínútu að komast upp á þakið terr megin í de_nuke og á álíka stöðum. Þetta hægir á leiknum til muna sem er í raun slæmur hlutur því að þegar ég spila CS þá er ákveðið ,,element of speed“ sem ég sækist í og fæ adrenalín út úr. Þetta element er einfaldlega ekki til staðar hjá mér í þessari útgáfu.

Í öðru lagi: Það hefur reynst fólki frekar erfitt að læðast í þessari útgáfu. Jafnvel þó að fólk sé að pikka á takkana og færist ofurhægt áfram heyrast nánast alltaf fótatök. Þetta fer mjög í taugarnar á mér. Þegar að þú ert kominn á nógu litla ferð til að það heyrist ekkert í þér þá ferðu nánast alveg jafn hratt og þegar þú ert ,,crouch - aður”

Í þriðja lagi: Fólk hefur einhvað verið að kvarta yfir því að það sé óþægilegt að jumpa úr líkamanum um leið og maður er drepinn, þó svo að mér þyki það ekkert verra.

Nýju kortin hafa verið lofuð mikið enda snilldar kort þar á ferð.

Niðrustaðan hjá mér er sú að þarna eru framleiðendur CS að skjóta sig í fótinn. Búið er að gera leikinn frekar nýliða - vænan. Ég veit ekki með ykkur en ég hef það á tilfinningunni að það verði mikið af fólki sem að hættir að spila í þessari útgáfu og bíði frekar eftir Condition Zero. Ég hef einnig fengið neikvæð viðbrögð frá þeim sem ég hef talað við varðandi útgáfuna.

Vona að ég fái fleiri álit á útgáfuna… Takk fyrir

[GGRN]b0ner.hagyrdingu