Fékk email um daginn biðjandi um greinagóða skýringu um counter-strike og öllu því tengt og ég ætla að posta því hérna því að kanski getur annar notið góðs af því :)

“Sælir… ég hef nú oft verið að hjálpa fólki með counter-strike þannig að ég
ætla að svara þér heils hugar : )


Counter-Strike er leikur þar sem Hriðjuverka menn hafa komið sér í aðstöðu
með gísla eða ætla að eyða einhverju svæði og hefur lögreglan komið sér
fyrir að útrýma þeim. Flest svæði eru taktíst byggð upp og gefur báðum
liðunum tækifæri að plana út árásir og varnir þannig að taktík skiptir jafn
miklu máli og árás og varnaraðferðir. Líka er hægt að njóta leiksinns til
þess eins að fá útrás í ”byssó" einsog atvinnumennirnir vilja kalla þetta
: )

Til þess að útvega sér leikinn þarftu annað hvort Half-Life sem er
skotleikur sem naut gífurlega vinsælda fyrir nokkrum árum og fynst mér hann
enþá standa vel uppúr vegna snilldar sögu og hvernig þú sem einstaklingur
sekkur inní söguna sem tölvan býr til.

Ef þú og vinir þínir eiga Half-Life og þá cd-key fyrir hann þá þurfið þið
bara einn disk á Lani því að cdkey breytir ekki máli þegar spilað er á
staðarneti en þegar þú ferð úti netspilamensku þá þarf hver og einn að eiga
sitt cd key og svona online keygen forrit sem búa til cdkey fyrir leikinn
virka ekki online en duga alveg á staðarneti.

Svo er líka til Counter-Strike sem er spilanlegur ánþess að nota Half-Life
en þessi útgáfa kallast Retail útgáfan og þekkist hún af útgáfunúmerinu
1.0.0.3 en ekki 1.3 sem mod (half-life) útgáfan notar.

Persónulega nota ég Half-Life útgáfuna en þá er Counter-Strike aukapakki sem
hægt er að ná í af netinu og býst þér þá líka að ná í aðra leiki sem nota
sér aukapakka eginleika Half-Life einsog DoD eða Action Half-Life. Half-Life
selst á 3000 krónur í B.T eða þannig búðum.

Eftir að þú ert kominn með leikinn þá þarft þú að uppfæra yfir nýjustu
útgáfur af Half-Life og Counter-Strike til að njóta nýjustu fítusana og
lagfæringarnar sem hafa fundist síðustu ár.

http://www.counter-strike.is/downloads/half-life/hl1108.exe?PHPSESSID=1e0e9c
187a0fd1e4be6caf34518ba1c6 <– Half-Life 1.1.0.8 Útgáfan

http://www.counter-strike.is/downloads/cs/cs v13full.exe?PHPSESSID=1e0e9c187a
0fd1e4be6caf34518ba1c 6 <– Counter-Strike 1.3 Útgáfan

Þetta er fullar útgáfur og eru þónokkuð stórar þannig að búist við nokkrum
download tíma.

Eftir að það er búið að installa þessu upp þá áttu að vera með
Counter-Strike shortcut á desktopinu… editaðu það (properties) og
settu -console -noipx -nojoy -numericping -noforcemaccel -noforcemparms

Til þess að geta spilað á staðarneti þurfa allir sem spila að vera á sama
iptölu neti 10.0.0.2 - 10.0.0.254 t.d. og sama subnet neti 255.255.255.0
t.d.

Þegar þú býrð til leik þá ferðu í Multplayer - Lan Game - Create Game og þá
kemur upp gluggi sem sýnir lista af möppum (svæði til að spila í) og hve
margir geta spilað í einu password o.s.f.v…

Setjum upp smá dæmi sem ég vona að þið getið farið eftir : D

Einn gerir leik á sinni tölvu með mappinu de_dust (gott mapp til að byrja að
spila og er líka mjög auðlært).

Eftir smá tölvuskruðninga ætti mappið að vera byrjað með valmynd sem spyr
hvort þú vilt vera 1. Terrorist eða 2. Counter-Terrorist.

Þarna geta hinir spilararnir farið í Lan Game og séð leik sem heitir
Counter-Strike 1.3 Server og byrjað að joina leikinn og spilað : )

Markmiðið þarna og í öllum de_nafn borðum er að einn terrorist er með
sprengju og þarf liðið þeirra að komast að annað hverja sprengju svæða sem
þeir myndu planta sprengjunni og eftir 35 sec til 45 sec (fer eftir server
stillingum) þá springur hún ef counter-terrorists ná ekki að koma í veg
fyrir að terrorist planta eða ná að aftengja sprengjuna.

Þessi leikur er spilaður í lotum og liðin þurfa að vinna saman til að ná
markmiðum áður en lotunum ljúka.

Vopn eru keypt með peningum sem vinnast inn eftir hvernig liðinu þínu gengur
og þú byrjar með 800$ sem er nóg fyrir einföldum armor eða sprengjum og svo
safnast þetta saman til að eiga efni á stærri og stærri byssum….

Nú þegar þú ert búinn að spila nokkrar lotur og farnir að átta ykkur á
leiknum þá ætla ég að benda ykkur á síðu með myndir af möppum.

http://csnation.counter-strike.net/cs2d/cs2d.htm

Ég vona að þetta hjálpar ykkur og ef þið hafið einhverjar spurningar
endilega sendið email á sinai@simnet.is

Kveðja. Ólafur Waage
[.Love.]Sinai
"