Heiðruðu hugamenn!

Fram hefur komið sú hugmynd í röðum okkar GGRN-manna - einkum í ljósi þeirrar umræðu sem geisað hefur hér á síðum - hvort ekki væri grundvöllur fyrir rekstri svokallaðs n00b-skóla. (n00b-skóli er náttúrlega ekki nógu töffaralegt fyrir þá sem stunda cs þannig að á lol-ísku yrði hann nefndur SoNiCs - School of Newbies in Counter-Strike. Ókey?).

Þetta er verkefni sem við í GGRN myndum gjarnan taka að okkur og þá í samstarfi við þeirra sem sérfræðiþekkingu hafa á þessum leik í víðasta skilingi. T.d. myndi GarField vera með námskeið í LoL-ísku, Zlave* hvernig haga bera rekstri Servera, Cobra hvernig best er að halda klani saman og koma því á koppinn, BenDover hvernig best er að véla til sín mannskap o.s.frv. o.s.frv. Ég vona að sem flestir átti sig á því hvers eðlis SoNiCs er og hvernig hann er hugsaður.

Tilgangur þessara pistils er að heyra ofan í menn og kanna hvort grundvöllur er fyrir slíku framtaki. Einkum væri gaman að heyra í þeim sem teljast til Núb-a - er þetta ekki eitthvað sem þeir gætu hugsað sér? Nokkurskonar hækja þegar þeir eru að feta sig hinn vandrataða veg sem cs virðist vera. Einnig væri gaman að heyra í þeim sem verseraðari eru hvernig þeim lýst á og hvort þeir hafi einhverjar hugmyndir í pokahorninu sem að góðum notum gætu komið. Hvað segir til dæmis 3. besti leiðtoginn Prítsí um þessa hugmynd.

Með von um jákvæð viðbrögð,

Fidel