Í gær var Ísland skráð í Cs nations Cup á Clanbase, stærstu keppnissíðunni í Cs í Evrópu. Þetta tók smá tíma en loksins er þetta orðinn veruleikinn. Hérna er riðillinn okkar:

Group A
Sweden
United Kingdom
Ireland
Slovakia
Iceland

Þetta er eins og þið sjáið erfiður riðill, með Evrópumeisturunum Svíþjóð (sem samanstendur af NiP og menn í þeirra styrkleika), þannig að þetta verður erfitt, en það verður mjög gaman að sjá okkar bestu vs Heaton potti og þeim þó að það gæti orðið rape ;).

Ég er Team Captain fyrir Ísland þannig að ég vel liðið. Ég mun sennilega velja c.a. 15-20 mans sem verður official landsliðshópurinn okkar. Aðeins fáir af þeim fá að keppa (ég vel aðeins þá sem eru heitastir og spila best saman, enda eru þetta ekki það margir leikir), en hinir fá að taka þátt í æfingunum sem ég mun hafa fyrir hvert match til að sjá hverjir eiga að spila í hverjum leik fyrir sig. Ég vona að þeir bestu hér á landi eru tilbúnir að eyða miklum tíma í æfingar fyrir þetta mót.

Ég á eftir að velja liðið en margir koma til greina. Það má aðeins nota 2 úr hverju clani í nations cup matchi, þannig að þetta verður sennilega oftast 2 úr MurK og Love og einn annar. En eins og ég sagði þá mun ég velja stóran hóp í landsliðshópinn til að hafa möguleikana opna.

Það á eftir að redda Lan placi fyrir þessa leiki, en ég er að vonast eftir að fá Íslandssíma í að leyfa okkur að spila hjá þeim með FEITA tengingu til Evrópu (ég veit að quakerarnir fengu það fyrir einhvern leik í clanbase). Svo er náttúrulega Murkholt með tengingu til Evrópu ef allt klikkar.

Annars megiði koma með uppástungur um hverjir ættu að vera valdir í þennan hóp. Takk fyrir.