Eins og þið vonandi flest vitið þá eru nokkrar client config breytingar sem allir verða að fylgja eftir á Skjálfta.
Ég ætla að tjá mig um hvað ég er ósammála einni reglunni þar.
Það eru skipanirnar “gamma 3 og brightness 1”
Flestallir sem spila cs spila með mun hærra gamma og brightness og eru allóvanir því að spila með svo lítið í gamma og brightness.
Fólk mætir með sýnar eigin vélar og eigin skjái á Skjálfta. Það þarf engan snilling til að átta sig á því að það eru ekki allir með eins skjákort og hvað þá skjái sem jú eru með mismunandi styrkleika á gamma og brightness (default). Þannig að sumir verða með forskot á hina.
Ég veit að Skjálfti fer eftir CPL reglunum. En það er ekki nóg að fara eftir sumum reglanna og öðrum ekki. Einsog er tekið framm í 5.00a hlutanum í reglunum kemur þetta fram.
5.00a Computers will be provided by the CPL or a CPL sponsor for tournament servers and clients. All tournament computers will be identical in hardware and default peripherals, and have ample processing power and 3d acceleration for the given tournament game. Players may not bring their own computers for use in the tournament.
tekið af http://registration.thecpl.com/cplevent/regulations.shtml
Einsog sjá má þá væru þessar client config skipanir jafnar milli allra keppanda ef farið væri eftir þessari grein í reglugerðinni. En einsog ég nefndi áðan þá mætir fólk með sýnar eigin vélar.
Svo er t.d. ekkert talað um það hvað þessar styllingar eiga að vera á skjánum þínum. Og heldur ekki hvað þessar styllingar eiga að vera á skjákortsdrivernum þínum.
Ég spyr hver ætlar að taka það að sér að labba á milli um 300 cs keppanda á Skjálfta og athuga hvort configfilearnir þeirra séu löglegir ? Og hvað þá að fylgja því eftir að keppendur breyti þessu svo ekki eftir skoðun.
Önnur regla er RATE 12000-15000. Það er tekið fram í 6 hluta reglnanna að max_rate á serverum eigi að vera 10000 og þ.a.l. mun engin keppanda geta fylgt þessari reglu eftir.
Just my 2 cents SiC|-Gemini