Hver man ekki eftir myndinni “Major Payne” ?

Í þeirri mynd er einn mesti her-harðjaxl ever að segja nætursögu um “litlu lestina sem gat(the little engine that could)”

Jæja, núna eru 4 dagar í skjálfta(einn til eða frá, fer eftir hvernig þú telur þetta alltsaman :D) og er spenningur í fólki.

Ég hef alltaf haft jafn gaman af að koma á skjálfta. Þetta er meira en tölvuleikjamót. Þetta er mannamót þarsem maður hittir alla vini sína úr cs(og kveik ef maður er með þannig tilhneigingar) getur maður talað við alla á sama stigi ef þið eruð að skilja mig.

Ætla ég ekki að fara röfla mikið um hvað ég geri á skjálfta, heldur um soldið sem mér fynnst alltaf jafn gaman að sjá á skjálfta.

Ég fór fyrst á skjálfta 4|2000(undir KWSN taggi þá) og hitti ég þar mörg klön. Komst ég í Love stuttu síðar og fór á næsta skjálfta sem ástarpungur :D
Ég sá aftur sömu klönin(sum hver amk) Eitt klan var þar með. Nokkrir hressir gaurar. Þeir gjörsamlega SÖÖÖKKKUUÐUU(no offence) voru lang neðstir og bla og bla.EN eitt höfðu þeir yfir öll hin klönin. Þeir voru hinir hressustu. Þeir höfðu komið á skjálfta til þess eins að SPILA cs og hafa gaman af þessu. Þessir menn kepptu við Hate, Love, NeF og öll þessi klön og töpuðu flestum leikjum en komu ALLTAF brosandi út að eyrum, kátir, hressir. Þökkuðu fyrir leikinn og fóru svo glaðir og kátir í brá.

Fannst mér þetta nokk furðulegt. Að sannur íþrótta andi væri í svona litlu klani.

Skjálfta eftir skjálfta hitti ég þessa menn og alltaf voru þeir jafn kátir og well skemmtilegir. Þetta klan gat/getur haft virkilega GAMAN af leiknum þótt þeir keppi í honum osfr.

Þetta eru náttúrulega keflvíkingarnir XOR.

Þessir menn eru samheldinn hópur Cs spilara sem hættir ekki sama HVERNIG þeim gengur.

Ég segi gg XOR :D og vonast til að sjá ykkur(og alla aðra (þám ASNI(*ARG* þrefaldur svigi))) aftur á næsta/u skjálfta/um