Action Half-Life Beta 5 !! Kæru lesendur,

mig langaði að vekja athygli á þessu modi, Action Half-Life. Ný útgáfa af því kom út þann 22.feb síðastliðinn, Beta 5. Ég á frekar erfitt með að skilja óvinsældir modsins hér á landi. Það er hannað til að líkja eftir bíómyndum eins og Face-Off, Hard-Boiled og Die Hard. Miðað við þessar myndir að þá má auðvitað búast við því að þó maður fái nokkur skot í sig eða detti niður af þaki að þá lifi maður af, samt er skot í hausinn nánast alltaf banvænt.

Það er hægt að upplifa mikla spennu og hasar í þessu modi. Eitt af því sem gerir það að verkum eru dýfurnar, sem gera manni kleift að forðast óvininn á fljótann máta eða að koma honum að óvörum og skjóta hann í loftinu. Einnig er það notað til að gera “stylish suicide kills” sem er alveg gríðarlega gaman. Þessar dýfur gera þér kleift að fara þó nokkra metra áfram, til hliðanna eða afturábak. Einnig er hægt að skríða(prone), en aðeins til hliðanna, klifra yfir suma hluti og auðvitað stökkva í gegnum gler.

Það eru nokkrar spilaleiðir í AHL, Last Man Standing, Teamplay(með eða án umferða) og að sjálfsögðu Deathmatch.

Last Man Standing: Hefur þrjár mismunandi tegundir sem byggjast á því sama, teamplay. Samt sem er hver og einn í sínu eigin liði og skorið byggist einungis á fröggunum. Hver og einn spawnar einu sinni og sá sem deyr síðast vinnur og fær 5 fragga bónus. Hægt er að velja um LMS með búnaði(eins og Teamplay), án búnaðs(eins og Deathmatch) eða með mismunandi búnaði, þar sem þú ræður ekkert um vopnaval.

Teamplay: Velur þér lið, undirlið og síðan vopn. Getur ekki byrjað aftur fyrr en umferðin er búin ef þú drepst.

Teamplay án umferða: Virkar nokkurn veginn eins og Deathmatch. Gerir leikinn hraðari.

Deathmatch: Finnur þér vopn í borðinu og drepur eins marga og þú getur fyrir sjálfan þig en ekki liðið eins og í TP, þangað til að tíminn er búinn eða frag-takmarkinu er náð.

Vopnalistinn er eftirfarandi:
hnefarnir og fæturnir, hnífar, Beretta(einnig Akimbo), Colt 1911(einnig Akimbo - Nicolas Cage notaði þær í Face-Off), Colt SAA(einnig Akimbo - notaðar mikið í vestrum), Desert Eagle, .44 Magnum, Submachinegun, Shotgun, Hand Cannon(afsöguð tvíhleypa), Assault Rifle, Semi-Auto Sniper Rifle og loks Bolt-Action Sniper Rifle(fyrir þá sem vilja láta eitt skot nægja).

Möppin sem fylgja því eru gríðarlega góð og bjóða uppá long range sniper taktík eða hreinlega close range hasar, sum bæði. Vel hönnuð og skemmtileg.

Hægt er að velja um mörg módel í AHL, sem öll eru tekin úr bíómyndum, t.d. Arnie(Arnold Scwarzenegger auðvitað), Neo(The Matrix) og Number 5(Leeloo í Fifth Element).

Í þessarri nýju útgáfu hefur stöðugleikinn og útlitið verið bætt til muna. Einnig fylgja bottar henni, þannig að hægt er að æfa sig að eins á þeim. Ég vona að menn sjái sér fært um að prófa þetta mod og stíga í hasarheim bíómyndanna. Ef það eru eitthver vandamál með AHL B5, að þá eru flestum spurningum svarað í þeirri góðu handbók sem fylgir því. Ég hvet stjórnendur Huga eindregið til að setja AHL B5 á skráaserver Huga.

Þetta mod hreinlega hefur allt það sem að gott mod á að hafa, stæl, hasar og skemmtun.

Hver veit nema AHL B5 server verði settur upp hér.

Hlekkir á skrána:
fyrir Windows: http://www.fileplanet.com/index.asp?file=39055
fyrir Linux: http://www.fileplanet.com/index.asp?file=23340

Heimasíða AHL: http://www.action-halflife.com
———————– ——————————————-

Athugase mdir eru vel þegnar,

kveðja,

Shagua