kæru CS spilarar
Mig langar aðeins að koma inn á þá miklu svindlara ummræðu
sem hefur verið undanfarið, sökum þess að vinur minn var tekinn
fyrir minniháttar breytingu á leik sínum.
Já allir eru voða sáttir við hið nýja svindlvarnar forrit, CSGUARD,
sem nú er uppi og neita ég því ekki að ég er einn af þeim sem er voða feginn þegar menn eru teknir með OGC og allt þetta.
En eins og Amything viðurkenndi sjálfur á korkunum þá var fyrri útgáfa eitthvað gölluð. Svo grunlausir leikmenn hafa verið böstaðir fyrir allskonar svindl.
En það sem hneykslar mig messt er svindlaralisti sem fortress.is heldur uppi (http://snoggur.isnet.is/cheaters.html). Endalaust les ég um hér og annarstaðar hvað stjórnedur serveranna eru að gera góða hluti og tek ég undir það í flestum tilvikum. En nú finnst mér við vera komnir aftur á miðaldir að hengja menn áður en sekt er sönnuð, það er ekki af hinu góða.
Á þessum “góða” lista er tilgreint hverjir hafa verið teknir (wonid) og fyrir hvað og er þetta mikil afturför þar sem, eins og áður sagði, vitað var að þessi útgáfa af CSGUARD væri bögguð og hún detectaði menn með hin ýmsu svindl sem þeir svo og voru ekkert með, og er þessi nafna birting ekki til að auka vinsældir þessara spilara sem verða nú hreyttir á public og bannaðir úr Thursinum.
En ef þetta er framtíðin að litlir strákar sem eru að leika sér að breyta leiknum sínum sér til skemmtunnar verða bannaðir allstaðar og mannorð þeirra skemmt með því að birta wonid þeirra á lista þá líður ekki á löngu uns við verðum einir eftir “ellismellirnir yfir tvítugt”
En kannski er það bara fínt þá þarf maður ekki að hlusta á vælið í þeim á public. En þarna inn á milli leynast Mr.Red-ar framtíðarinnar svo við skulum ekki hengja þá allveg strax..