Sælir verið þið allir (og allar :).
Ég ætla að tala aðeins við ykkur um RCON og þá sem eru með það.
RCON notendur á Íslandi voru ekki svo ýkja margir einu sinni enn síðan á tímabili urðu þeir það, og þá fór kannski svokölluð RCON misnotkun í gang í smá stund, því það sluppu nokkur rotin epli með sem fengu RCON og notuðu það sér til framdráttar.
En núna er búið að sortera og taka til í þessu.
Út frá því eru núna að ég myndi halda eingöngu heiðarlegir og fair RCON notendur eftir.
Ef svo er ekki skaltu einfaldlega taka upp demo (eða screenshot) af hans mistökum og sýna hans mistök til réttra aðila (demo eru tekin upp með því að draga niður console, og skrifa “record rconmisnotkun” (sleppa gæsalöppum), og svo er skrifað “stop” í console til að stoppa demóið).
Ef þú missir af tækifærinu til að ná þessu á demo eða screenshot (sem þú átt ekki að gera þar sem textinn í CS er default mjög lengi á skjánum) þá skaltu tala við aðra einstaklinga á servernum og sjá hvort einhver annar hafi ekki náð því, sem einhver gerir ef fólk tekur þessa grein alvarlega.
EKKI byrja á öskrum eins og t.d. þessu : RCON MISNOTKUN, RCON FÁVITI, HOMMI!! eða einhverju álíka, það er einstaklega dónalegt, gerir þig engu betri og þú munt aldrei sýna fram á mistök RCON notandans ef þú hegðar þér svona.
Munið að þegar kemur að RCON notendum þá hafa þeir fengið sýn fyrirmæli um hvernig eigi að haga sér.
Eins og allir vita þá er mórallinn í íslenskri CS menningu ekki sem bestur og mikið af fólki með kjaft og leiðindi á serverum.
Sama þótt það sé málfrelsi á Íslandi þá á það ekki að bitna á öðrum, þannig að þegar RCON notandi biður fólk um að vera ekki með kjaft við aðra spilara þá er það gert í þágu hinna á servernum.
Hver kannast ekki við aðstæður eins og t.d. í Prodigy, þegar CT sita sem fastast og campa (eins og þeir EIGA að gera) og einhver terroristi byrjar : “hel***is dj*fulsins f**ing f**ita camperar”
Svona fleiri dæmi … : “SVINDLARI SVINDALRI, WALLHACK!!”
Eða hið fræga … : “dj*fuls fragstealerinn þinn!! ég átti þetta kill”
Fyrsta lagi, ef þið haldið að um svindl sé að ræða, þá er ekkert hægt að gera nema taka demó og screenshots af einstaklingum og fara með til stjórnenda þess servers, eða biðja RCON hafa um að koma því áleiðis.
Öðru lagi, það er ekkert TIL sem heitir fragsteal!! enginn á ákveðið fragg! Þetta er teamleikur sem snýst ekki um frögg, þótt það sé kannski stundum þannig online!
Svona öskur, áskanir og annað gerir ekkert nema að skapa slæman móral og óþarfa leiðindi, og gerir okkar menningu einstaklega leiðinlega.
Í svona aðstæðum hefur okkur verið borið að við eigum að gera þeim ákveðna einstaklingi viðvart að svona orðbragð og óþarfa leiðindi séu ekki umborin á þartilteknum server, nú ef einstaklingur marg - endurtekur þetta þá er ekkert annað hægt að gera nema “sparka” honum, og ef hann kemur inn aftur og heldur áfram þá fær hann tímabundið bann í þokkabót.
Því miður þá hefur borið mikið á því að þegar t.d. ég hef verið að díla við svona aðstæður þá hefur borið á því að jafnvel þekktir spilarar sem vita hvernig mórall á server getur verið hafa verið að mótmæla þeim skrefum sem þarf að taka til að koma í veg fyrir svona hegðun á server.
Ég ætla að biðja ykkur um að muna að stjórnendur servera Íslands setja ekki hvern sem er sem RCON, og ef það hafa verið slæmir RCON hafar, þá hefur verið dílað í þeim málum snöggt og örugglega.
Annað sem ég ætla að biðja ykkur um að muna .. þið takið EKKI eftir öllu sem gerist á server, það er bæði til teamtalk og annað sem þér ekki kleyft að fylgjast með hvað er að gerast í samræðum beggja liða, einnig er mikill hasar í gangi og læti og þú að spila, fólk að koma og fara, þannig að það er engin glæta fyrir þig að vera að dæma hvað RCON hafi er að hafa umsjón um, þannig að ef þig grunar RCON abuse, þá skaltu eins og fyrr sagði, taka það upp, (eða screenshots) og senda á zlave* ef það er á simnet serverum og Amything ef það er á Fortress serverum.
RCON hafar eru að reyna að gera hlutina þægilegri og einfaldari fyrir ykkur, minnka móral og spilara með kjaft, teamkill og stæla, þannig að vinsamlegast sýna þeim smá virðingu.
Nokkrir hlutir sem RCON hafi MUN gera :
Hann MUN kicka ykkur ef þið eruð AFK, sama hvort þið kallið ykkur AFK5MIN eða eithvað annað. EF þið eruð AFK, fara í spectator mode eða eiga á hættu að vera kickað.
Hann mun kicka ykkur ef þið eruð með stæla við aðra spilara, bögg og leiðindi, eftir að þið eruð búnir að fá viðvörum og beiðni um að hætta.
Hann mun kicka og BANNA ykkur ef þið drepið ykkar eigin teammates af viljandi ráði, eða það er deginum ljósara að þið eruð að svindla (þá meina ég DEGINUM ljósara!)
Nokkrir hlutir sem RCON hafi á EKKI að gera :
Hann á EKKI að skipta um map, hvorki í miðju mappi eða þegar mapswitch er að fara í gegn. Þið getið tekið eftir því þegar RCON hafi switchar um map þegar mapswitch á sér stað með því að gera listmaps í console eða skrifa nextmap á þeim serverum sem styðja það.
Hann á EKKI að kicka fólki til að reyna að komast sjálfur inn, s.s. ef ykkur er kickað án viðvörunar eða skilgreiningar af einu eða neinu tagi og án þess að þið vitið upp á ykkur sökina (TEAMKILL og annað slíkt) þá skulu þið bara senda email á zlave eða amything og biðja þá um að kíkja í málið. Það verður kannski ekki hægt að gera neitt í málinu, en minnsta kosti hefur stjórnandi ip tölu þess sem kickaði, og ef hann fær fleiri kvartanir um sama aðila vegna svipaðs efnis …..
Hann á ekki einu sinni að vera dónalegur við þig, ef hann seigir eithvað eins og STFU og hættu að kvarta l3mer, þá er hann bara að vera dónalegur við þig, þá einfaldlega tekuru screenshot og sendir á viðkomandi server stjórnanda.
Ég vona að þið takið mark á því sem ég skrifa hér og sjáið að ef þessu verður fylgt, bæði af RCON höfum jafnt sem spilurum, þá verður mikið þæglegri reynsla á serverum fyrir báða aðila.
H4ppy fr4gging.
Með kveðju,
Preacher.