Ég vona að fólk taki því ekki illa að ég sé að skrifa einhverja svaka grein um þetta en þar sem að ég er búinn að stunda þetta lengi fannst mér nú ekkert að því að sjóða einhverju saman.

Ég man að þegar ég byrjaði í þessum bransa fyrir um tæpum 10 árum hvað ég hef aldrei skemmt mér jafn vel. Ég hef kynnst frábæru fólki frá því að ég byrjaði, verið í skemmtilegum clönum og mætt á fjöldann allann af Skjálftum frá árinu 2001 og meira að segja verið einn af skipurleggjendum lanmóta Kísildals.

Allt þetta drama um bestu liðin, ég man þegar að lið eins og Hate, Love, VON, MurK, SiC, Ice, evil, GGRN, Drake og fleiri stórveldi voru að brillera, margir hættu, skiptu um lið, skiptu svo aftur um lið en enduðu svo á því að stofna sitt eigið lið.

Uppáhalds Skjálftarnir mínir eru mér ofarlega í huga núna, man sérstaklega eftir Stjörnu Skjálfta sem var alveg brilliant, þegar að þeir tóku þetta keppnisskipulag tóku bestu liðin sig á og maður fann keppnisandann í loftinu (plús illa lyktandi svita og pizzulykt :D).

Annars er nóg komið af nostalgíu mómentum og kominn tími til að enda þessa grein. Ég vil þó taka það fram að ég er alls ekki hættur í admin stússinu né að skipurleggja lanmót, ég mun halda áfram að halda þessu á lífi. Ég er þó alveg hættur að spila og mun ekki vera eins sýnilegur og ég hef alltaf verið. Einnig ætla ég að taka mér algjört frí og er hægt að hafa samband ef það vantar eitthvað í neyð.

Ég vil þakka öllum þeim liðum sem ég hef verið í og öllum liðfélögunum:
GEGT1337
LALD
NWA (SiwG)
NeF
evil
VON
Overdoze

Síðan vil ég þakka öllum hinum fyrir frábæra tíma, þið vitið hverjir þið eruð.

Endilega rifjið upp góða tíma og deilið þeim með okkur.

Take care og við sjáumst örugglega eldhress einhverntímann eftir langan tíma á public með AK-47 og spray n pray taktík dauðans. Ef ykkur vantar eitthvað mæli ég að tala við Dr3dinn á irc, hann mun aðstoða ykkur við allt sem ykkur vantar.

GG's!
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius