Ég ætla að skrifa smá review um CS 1.4 sem kemur bráðum út.

Ég var einn af þeim heppnu sem sóttu um að vera beta tester og fengu það. Ég fékk þetta allt sent í morgun.

Planting: Planting er nánast eins nema það að þú getur ekki hreyft þig þegar þú ert að planta. Það er fínt því þá er ekki hægt að hoppa á síðustu sekúndu og koma bombunni fyrir á stað sem er erfitt að komast á.

Model: Modelin eru öll eins, allavega sá ég engan mun.

Grafík: Enginn munur

Byssur: Enginn munur á byssunum sjálfum en núna eru kominn önnur nöfn yfir þær. Þær heita nú réttum nöfnum s.b. Desert Eagle = Night Hawk

Möp: Eitt nýtt map fylgir nýja versioninu og er það hálfgert framhald af de_cbble og heitir de_chauteu (held það sé skrifað svona =)

Spectator mode: Stórbætt og núna er það nánast orðið fullkomið. Það er komið svokallað spectator menu og úr miklu að velja þar. Þar er t.d. hægt að velja first person mode þar sem þú sérð það sama og viðkomandi leikmaður sér. Einnig er hægt að velja overview þar sem hægt er að sjá borðið ofanfrá. Þetta var einungis hægt að sjá í HLTV í 1.3. Svo er búið að bæta við litlu overview upp í hornið þar sem þú sérð hvar þú ert staðsettur í borðinu og hvar leikmenn eru.


Ef það er eitthvað meira sem þið viljið vita um þetta þá getið þið sent mér <a href=“mailto:arnar@tm.is”>póst</a> eða msga mig á IRC en þar heiti ég Cart00n.
Ég sendi inn screenshot einhvern tíma seinna í dag.

Svo er bara að bíða spenntur og vona að 1.4 komi fljótlega út!

Kveðja
Daywalke