Sælir kappar.
Núna ætlum við félagarnir í Tvíund(Nemendafélag tölvunarfræðinema við Háskólann í Reykjavík, gaaasp) að halda Hringinn í ár, líklegast undir öðru nafni en svipað deal.
Við stefnum á að hafa mótið í ár mjög veglegt og flott, við erum búnir að spjalla við stóra aðila um að sponsora mótið, þaes umgjörðina í kringum mótið, búnað, vinninga og fleira.
Þar sem viljum hafa þetta sem flottast í ár, þá viljum við endilega fá feedback frá ykkur, hardcore players.
1. Eins og er, er ekki víst hvort við fáum admins frá styrktaraðilanum, svo að ef einhverjir hafa áhuga á að vera admins á mótinu, með ákveðin privileges:), þá megiði endilega droppa línu á mig á viktor07@ru.is .
2. Hvaða leiki viljiði sjá á mótinu? Ég býst við að keppt verði í CS og COD en annars er það undir ykkur komið hvað þið viljið sjá. Kommentiði hérna.
3. Við viljum hafa uppsetninguna á mótinu þannig að keppt verði á ákveðnum tímum í nokkrum leikjum en svo viljum við hafa eitthvað að gera fyrir alla á meðan fólk er ekki að keppa. Einhverjar hugmyndir?
Ef ykkur dettur eitthvað annað sniðugt í hug, þá endilega bara kommentiði hér eða sendið mér mail á viktor07@ru.is
Kveðja, Tvíund.