Sælir
Ætla bara að vekja athygli á því að nú eru Íslandssímamenn að kæra Landssímann fyrir að hafa ókeypis ómælt gagnamagn innanlands í ADSL og vilja að Síminn rukki fyrir það eins og þeir. Sem merkir að við sem erum með tengingu hjá Símanum þurfum kannski að fara að borga mun meira fyrir tenginguna. Þetta getum við þakkað Íslandssíma fyrir !!! Og halda þeir, að ef þetta gengur í gegn, að ég ætli að flytja tenginguma til þeirra !! Halda þeir að þeir græði kúnna á þessu, halda þeir að þeir verði vinsælli. Þetta smánarkompaní er að vinna á móti hagsmunum netverja og þeirra sem hafa gaman að online game-um. Ég vil bara biðja menn um að hugsa 2var um hvar þeir fá bestu þjónustuna og hvar er verið að vinna fyrir fólkið.
PS. Vel á minnst…þessi vefur þ.e. Hugi.is er rekinn af Simnet og eiga þeir þakkir skilið fyrir það, eins og Skjálfti og fl.