Hér með tilkynnist að ný deild fyrir Counter-Strike mun hefja göngu sína þann 21. Janúar næstkomandi. Skráning hefst þann 13. Janúar klukan 20:00 og er pláss fyrir 24 lið.
Stjórnendur deildarinnar eru [.Hate.]zlave og DoA|StOrMuR.
Hér fylgja með reglur deildarinnar og aðrar upplýsingar.
<b>Thursinn Counter-Strike deildin</b>
Thursinn Counter-Strike deildin hefur það að markmiði að halda uppi vandaðri keppni milli Counter-Strike klana á Íslandi allt árið um kring. Stefnt er að því að á hvert ár samanstandi af fjórum tímabilum með jöfnu millibili. Thursinn Counter-Strike deildinn er samvinnuverkefni á milli Thursins og Simnet / Skjálfta. Fyrir utan að byrja með Counter-Strike deild núna, þá verður einnig keyrt í gang annað tímabilið af Thursinum.Q3-DMTP, stjórnað af Slay og Uncas.
<b>Leikurinn</b>
Leikurinn - Hver leikur inniheldur tvo helminga (hálfleiki) þar sem hvert lið spilar einusinni sem counter-terrorist og einu sinni sem terrorist
Hálfleikur - Hvor hálfleikur inniheldur 12 lotur þar sem 24 lotur gera einn leik.
Lotur - Hver lota er þriggja mínútna löng
Stig - 2 stig eru gefin fyrir að vinna leik, og 1 stig er gefið fyrir jafntefli
Serverar - Þeir verða í boði Simnet / Skjálfta og clan DoA|
Liðstjórnandi - Hvert lið verður af hafa einn aðal fyrirliða og annan til vara. Þessir aðilar eru í forsvari fyrir liðið allt tímabilið, einnig er gerð krafa um að fyrir hvern leik sé skipaður fyrirliði sem sér um samskipti fyrir hönd síns liðs í hverjum leik fyrir sig.
<b>Server vandamál sem valda truflun á leik</b>
Ef server hrynur fyrir 4 lotu, skal þeim leik restartað og skorið set í 0 - 0 . Ef að serverinn dettur niður eftir 4 lotu, þá skal leiknum restartað og staðan sem var áður en serverinn hrundi stendur. Í þeim tilvikum sem búið er að spila 4 round skal setja maxrounds í 8. Ýmsir tæknilegir örðugleikar á netkerfi eða adsl kerfum sem gera leik óspilanlegan geta fallið undir þessa reglu.
<b>Varamenn og útskiptingar á leikmönnum</b>
Eins og í öllum íþróttum, eru leikmannaskipti leyfð. Skipta má út leikmönnum hvenær sem er á meðan leiknum stendur. Þegar útskiptingar eiga að eiga sér stað, skal sá leikmaður sem verið er að skipta út yfirgefa serverinn áður en varamaður tengist. Brot á þessari reglu geta haft alvarlegar afleiðingar fyrir viðkomandi lið.
<b>Fjöldi leikmanna í liði</b>
Liðum er skylt að spila með 5 leikmenn. Ekki er heimilt undir neinum kringumstæðum að byrja leik með 4 menn í liði. Ef að lið nær ekki fullskipuðu liði innan 15 mínútna frá þeim tíma sem leikur á að hefjast tapa þeir leiknum 13-0.
<b>Skjáskot</b>
Áður en leikur hefst eiga bæði lið að hittast á sama staðnum, þá er svokölluð skjáskotsumferð. Leikmenn skulu taka skjáskot af hinum leikmönnunum, leikmenn úr báðum liðum eiga að sjást í þessu skjáskoti. Þetta skal endurtaka í hálfleik. Leikmenn skulu senda sínum aðal fyrirliða þessi skjáskot og hann geymir þau í 2 vikur ef svo færi að deilumál kæmu upp. Fyrirliði í hverjum leik skal taka skjáskot af lokastöðu beggja leikhelminga og senda til admina með tölvupósti. Einnig er alger skylda að tekin séu skjáskot af stöðu ef leikur er endurræstur vegna truflanna af völdum servers eða annarra tæknilegra vandamála. Liðin skulu jafnframt nota þessa umferð til að tilkynna mótherjum sínum hver er fyrirliði þeirra.
<b>Fyrirliðar</b>
Fyrirliðar eru þeir einu sem hafa heimild til að nota skipunina “say” á meðan leik stendur. Aðrir leikmenn skulu nota “say_team” í öllum samskiptum. Sé þessi regla brotin er leikmönnum skylt að taka skjáskot af því ef hægt er og koma því til fyrirliða sem aftur kemur því til admina. Leikmenn skulu athuga að allt sem gerist á servernum er loggað og mjög auðvelt er að skoða þá logga. Hart mun verða tekið á brotum á þessari reglu.
<b>Módel og skinn</b>
Öll módel, skinn og hljóð skulu vera í upprunalegu ástandi. Ef leikmenn verða uppvísir að öðru er þeim vísað úr deildinni og liði þeirra dæmt 13-0 tap í síðasta leik spiluðum sem viðkomandi leikmaður tók þátt í.
<b>Svindl</b>
Mjög hart er tekið á svindlum sama hversu smávægileg þau kunna að vera. Leikmenn skulu gera sér grein fyrir því að adminar munu geta fylgst með þeim í gegnum HLTV sem verður á öllum serverum. Einnig verða ákveðnar svindlvarnir í gangi á serverunum og ef þessar varnir gera athugasemd sem tengist svindli er viðkomandi leikmanni vísað úr deildinni, liði hans verður einnig vísað á brott ef það tekur ekki ákvörðun um að reka viðkomandi leikmann úr sínum hópi. Öllum leikjum viðkomandi liðs sem þessi leikmaður hefur tekið þátt í verða dæmdir 13-0 tap fyrir því. Þessi leikmaður verður einnig bannaður á almenningsþjónum þeim er Simnet / Skjálfti reka sem og hefur ekki möguleika á að taka þátt í Skjálftamótum. Sama gildir um þá sem eru teknir við svindl utan keppnisdaga deildarinnar.
<b>Jafntefli</b>
Ef leikur endar með jafntefli, skal taka screenshot af stöðu og síðan spila tvisvar 3 umferðir í framlengingu. Ef enn er jafnt með liðum endar leikurinn með jafntefli og hvort lið fær 1 stig fyrir leikinn. Það lið sem sigrar í framlengingu fær eitt stig í til viðbótar í heildarskor leiksins, 13-12.
<b>Silent planting og boost</b>
Það má planta bombu uppá kössum eða fela hana svo lengi sem það sé hægt að aftengja hana. Hljóðlát plant (silent plant) er ekki leyft. Það lið sem notar silent plant, tapar þeim umferðum sem eftir eru af hálfleiknum, hitt liðið fær þau stig sem eftir eru í þeim hálfleik.
Leyfilegt er að boosta leikmönnum upp á kassa og slíka staði og eru engin takmörk á hversu marga leikmenn má nota í það. Þó er stranglega bannað að nýta sér boost til að nýta sér galla í borðum, samanber skywalk í de_dust og þessháttar.
<b>16 liða úrslit</b>
Þegar riðlakeppni er lokið tekur við 16 liða tvöföld útláttarkeppni (dbl elim). Í hana er raðað eftir árangri liða. Ef lið eru jöfn að stigum skera unnar / tapaðar lotur úr um árangur. Ef enn er jafn skal leikur á milli liða skera úr en ef að liðin hafa ekki spilað gegn hvort öðru í riðlunum mun árangur gegn sameiginlegum mótherjum ráða úrslitum.
<b>8 liða úrslit</b>
Þegar útsláttarkeppnin er komin niður í 8 lið flyst keppnin yfir í Lan-setrið þar sem henni lýkur. Smá breytingar verða þar á skipulaginu, en þá bætist “best of three” fyrirkomulag við. Best of three virkar þannig að hver leikur getur farið í 3 leiki þar sem það lið vinnur leikinn sem fyrr nær 2 sigrum.
<b>Stillingar servera</b>
Log on
mp_logecho 1
mp_logfile 1
mp_logmessages 1
hostname “Thursinn CS #1”
sv_aim 0
mp_friendlyfire 1
pausable 0
sv_maxrate 10000
host_framerate 0
mp_fadetoblack 1
sv_cheats 0
mp_footsteps 1
mp_flashlight 1
decalfrequency 60
mp_playerid 1
mp_freezetime 5
mp_buytime .25
mp_c4timer 35
mp_maxrounds 12
mp_timelimit 999
mp_roundtime 3
mp_autokick 0
mp_autoteambalance 0
mp_hostagepenalty 0
mp_limitteams 6
mp_tkpunish 0
sv_clienttrace 1.0
mp_autocrosshair 0
mp_falldamage 0
allow_spectators 0
sv_proxies 0
edgefriction 2
mp_consistency 1
sv_airaccelerate 5
sv_airmove 0
sv_bounce 1
sv_clipmode 0
sv_friction 4
sv_gravity 800
sv_maxspeed 320
sv_maxunlag .25
sv_minrate 0
sv_stepsize 18
sv_stopspeed 75
sv_timeout 65
sv_wateraccelerate 10
sv_allowdownload 0
sv_allowupload 0
sv_contact thursinncs@simnet.is
<b>Eftirtalin borð verða spiluð í deildinni</b>
de_dust2
de_prodigy
de_inferno
de_cbble
cs_italy
de_train
de_dust
de_rotterdam
de_nuke
de_storm
de_torn
<b>HLTV/IRC Scorebotar</b>
HLTV verður á öllum serverum. Meirihluti þeirra verður notaður af stjórnendum, þó verða einhverjir opnir almennum notendum í hverri umferð. Scorebotar fyrir IRC verða af öllum leikjum í hverri umferð og munu vera á rásum sem heita eftir nafni servers.