Klukkan 20.00 á nefnilega að hefjast leikur á milli þessara fornu vina og keppinauta, leikur sem að háður verður í mesta bróðerni.
Það er vonandi að menn séu ekki orðnir um of ryðgaðir þó að þeir hafi ekki snert á TF í lengri tíma, en teamplayið ryðgar ekki þannig að við ættum að geta boðið upp á skemmtileg tilþrif og góða taktík.
TF(C) leikir eru (eins og ég ritaði í síðustu grein minni hér) ótrúlega mikið action (miðað við CS þá aðallega) og bullandi keyrsla. Ravenger er nú að stefna að því að setja upp HLTV þannig að þeir sem ekki munu spila geta speccað allt í gegnum HLTV.
Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir bæði gömlu spilarana sem vilja horfa á einn old-school leik tveggja góðra liða, sem og fyrir þá sem hafa aldrei orðið þess aðnjótandi að spila svona old-school eða ekki spilað TF yfirhöfuð.
Þessi viðureign ætti að vera nógu mögnuð til að trekkja alla að, hvernig væri nú að taka þennan tíma frá á sunnudagskvöldið fyrir smá adrenalínskot?
Nánari upplýsingar varðandi hvernig menn munu geta speccað verða póstaðar hér á hugi.is, og á <a href="http://vitforum.fortress.is">http://vitforum.fortress.is</a>.
Sjálfur er ég ennþá að leita að basúkunni minni, vonandi finn ég hana fyrir sunnudagskvöldið!
[VIT]Augustus
Summum ius summa inuria