Ég og hinir Simnet rconarnir höfum legið með höfuðið í bleyti heilu dagana til að finna út bestu og þægilegustu aðstöðuna fyrir ykkur á meðan þið eruð ekki að spila. Þessi aðstaða er nýja irc rásin okkar sem ber heitið #pcw. Við höfum nýlega tekið þá ákvörðun að færa alla starfsemi Netdeildarinnar og örugglega áður en langt um líður mun allri starfsemi Simnet vera beint þaðan.
Til að kynna þessa rás almennilega fyrir ykkur höfum við ákveðið að efla til svokallaðar uptime keppni. Sú keppni lýsir sér þannig að þú ágæti notandi joinar rásina #pcw og þú færð voice (ef þú ert ekki lunkinn í irc lingóinu þá er voice + fyrir framan nickið þitt) og sá sem endar síðastur með voice vinnur bnc frá #sniper.is í 3mánuði+.
Keppnin mun byrja 8.maí á slaginu 20:00, þá munu allir verða voiceaðir. Þetta er nægur tími til að koma sér á rásina, segja vinum sínum frá þessu og kynnast þessu frábæra fólki sem styður og idlar á #pcw.
Kannski að ég skelli hérna smá viðbótarkynningu með um rásina. Rásin sem er skammstöfunin á Private Clan War (þakka helga/romim fyrir leiðréttinguna) og er alsherjar upplýsingarrás, spjallrás, scrimrás, keppnisrás og bara you name it. Þarna eru fróðir einstaklingar sem eru meira en lítið tilbúnir til að hjálpa þér með allskonar vandamál.
Hjá okkur má senda inn scrim auglýsingu þrisvar sinnum á þrem mínútum og láner/annað þrisvar á þrem mínútum. Þetta er gert svo auglýsingarnar hverfi ekki undir spjallinu. Í nánustu framtíð ætlum við hugsanlega að afnema þessa reglu og leyfa fólki að pósta auglýsingum án tímarammans þó innan ákveðins ramma, þ.e. spamm er ekki liðið.
Við erum einnig að vinna í auglýsingarbotta og svokölluðum relay botta sem mun auðvelda notendum til að finna erlent skrim. Síðan er hægt að nefna þessa uptime keppni, Netdeildina og margt margt fleira í nánustu framtíð.
Fjölmennum öll og höfum gaman að þessu samfélagi okkar.
#pcw - #pcw - #pcw - #pcw - #pcw - #pcw - #pcw - #pcw
Sjáumst þar.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius