Heil og sæl öllsömul.

Núna hefur talsvert gengið á í netdeildinni og eru mörg lið að standa sig mjög vel á meðan önnur eru að hætta í miðri keppni og önnur leiðindi. Það er kannski við hæfi að skella upp stöðunni en hún er svohljóðandi:

A Riðill:

got0wned? eru í fyrsta sæti með 9 stig. Þeir eru með 4 leiki þar af 3 sigra og eitt tap og eru með 56 lotur.

rugaming hefði verið strax á eftir með sömu tölur nema 48 lotur en þeir eru hættir svo það þýðir ekki að telja þá með.

Í öðru sæti er seven með 9 stig eftir 3 leiki þar af 3 sigra svo ef þeir vinna næsta leik eru þeir komnir í fyrsta sæti með fullt hús stiga, þeir eru með 48 lotur í augnablikinu.

Fyrir neðan seven sitja sharpWires sem fastast með 6 stig eftir 4 leiki spilaða þar af 2 sigrar og 2 töp. Þeir eru með 47 lotur.

CC eru í fimmta sæti með 3 leiki. Þeir eru ekki búnir að sigra neinn leik þeir eru með eitt stig eftir eitt jafntefli og 2 töp. Þeir eru með 23 lotur.

Í næst neðsta sæti sitja ninth menn með eitt stig eftir 3 leiki spilaða, engir sigrar, eitt jafntefli og 2 töp. Þeir eru með 22 lotur.

Í neðsta sæti sitja svo Oasis neðstir með 0 stig eftir 3 leiki spilaða, enga sigra og 3 töp. Þeir eru með 15 lotur. Þeir eru víst líka hættir svo þeir skipta víst engu máli.

B Riðill:

Efstir tróna New Tactics með 12 stig eftir 4 leiki og eru með 4 sigra og 64 lotur.

Í öðru sæti eru Catalyst með 9 stig eftir 4 leiki og eru með 3 sigra og eitt tap. Þeir eru með 61 lotur.

Þriðja sætið eru RWS með en þeir eru með 6 stig eftir 3 leiki og eru með 2 sigra og eitt tap. Þeir eru með 36 lotur.

Næst á eftir þeim er diG sem eru með 6 stig eftir 3 leiki og eru með 2 sigra og eitt tap. Þeir eru með 35 lofur.

Í fimmta sæti eru crc með 3 stig eftir 4 leiki og eru með einn sigur en 3 töp. Þeir eru með 47 lotur.

Næst neðst eru Demolition með 0 stig eftir 3 leiki og eru með 0 sigra en 3 töp. Þeir eru með 27 lotur.

Neðsta sætið eiga geaRed Up með 0 stig eftir 3 leiki og eru með 0 sigra en 3 töp. Þeir eru með 21 lotur.

Þau lið sem eiga eftir að spila við RU Gaming og Oasis fá 16-0 sigur.


5. umferð lýkur á þriðjudaginn og er ekkert lið búið að klára þá leiki, vinsamlegast drífið ykkur að því.


Netdeildin ætlar einnig að kynna til leiks glænýja scrim servera sem eru einungis fyrir leiki mótsins. Það er þó í lagi að nota þá ef þeir eru ekki í notkun fyrir keppnisleik. Þið getið sett þessar ip tölur inn og byrjað að spila:

[.Simnet.]-[Keppnis 1]|12ms|194.105.226.135:27015
[.Simnet.]-[Keppnis 2]|8ms|194.105.226.135:27025


Password og rcon á þá er keppnis1 og keppnis2. Verði ykkur að góðu.

Einnig tókum við þá ákvörðun að færa alla starfsemi keppninnar inn á ircrásina #pcw. Þar getiri fundið öll helstu lið landsins og munu koma upplýsingar þaðan um umferðir, stöður og margt margt fleira svo fjölmennum öll inn á #pcw.

Sjáumst þar.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius