Stórkostlegar fréttir í gangi. Vegna enn fleiri ábendinga og umfjallanir höfum við í stjórn Netdeildarinnar ákveðið að bæta við tveimur liðum inn í deildina.
Þau lið sem við höfum boðið að taka þátt eru:
Demolition
Catalyst Gaming
Þannig það eru komin 14 lið og vorum við að enda við að draga í riðla (bókstaflega draga!) og eru riðlarnir svona:
A riðill:
SharpWires
RU Gaming
Got0wned
Oasis
Ninth
Seven
Dropit
B riðill:
Celphtitled
Crc
New Tactics
Demolition
Dummies inGame
Catalyst Gaming
Geared Up
Fyrstu umferðirnar hljóma svona:
Fyrsta umferð A riðill:
SharpWires vs. RU Gaming
Got0wned vs. Oasis
Ninth vs. Seven
Dropit situr hjá
Fyrsta umferð B riðill:
Crc vs. Celphtitled
New Tactics vs. Demolition
Dummies inGame vs. Catalyst Gaming
Geared Up situr hjá
Umferðirnar sem voru á síðunni voru vitlausar og biðjumst við velvirðingar á því.
Við viljum líka benda liðum á að senda okkur SteamID's fyrir mánudaginn klukkan 20:00, ef það klikkar missir liðið þátttökurétt og eru engar undantekningar á því! Einnig viljum við fá þetta einungis sent í emailið netdeild@simnet.is og tökum við ekki við þessu í msg eða öðru slíku.
Ef öll lið verða búin að senda okkur þessar upplýsingar fyrir klukkan 20:00 annan í páskum ættum við að geta byrjað þetta á þriðjudaginn næsta.
Keppt verður í svokölluðum leikjavikum, sem sagt hver umferð dreifist niður á eina leikviku. Hver leikjavika hefst á slaginu 20:00 á þriðjudegi og endar viku seinna og þá strax byrjar næsta leikvika.
Munið það að þegar þið skráið leikmann verður hann ekki gildur fyrir en eftir 24 klukkustundir.
Endilega komið á #Netdeildin á irc og heimsækið síðuna okkar http://simnet.is/netdeild/.
Takk.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius