Ég hef fengið margar fyrirspurnir eftir áramót varðandi LAN mót.

Ég get sagt að það er undirbúningur í gangi fyrir næsta LAN mót, en það eru engin smáatriði komin í ljós, hvorki dagsetning né hvar það yrði staðsett.

Núna rétt áðan var mér bent á þessa ágætu grein.

Þegar ég kom að neðsta svarinu, sem hann andrz á heiður af, þá brá mér frekar mikið.

Svarið hans lýtur svona út:
nei ég datt ekkert á hausinn. Lön á íslandi eru illa skipulögð og LEIÐINLEG, einsog kísildalur, lan sem ha$te æfði nákvæmlega _ekkert_ fyrir mætum og allt í fucki svo byrjar þetta í útsláttar keppni, fáum engan tíma til að hita upp vs noobs í riðlinum og nenni nu ekki að minnast á HRinginn sem var mesta tímasóun ever_.

Fyrsta LAN mótið sem ég kom að var Kísildalur open. Það mót heppnaðist ekki sérlega vel, en keppni hófst ekki fyrr en seint á laugardegi. Lauk því móti svo með sigri Seven gegn celphtitled í úrslitum. Mér fannst mótið einkennast af því að um það bil helmingur þeirra sem áttu að vera að stjórna þar voru að spila tölvuleiki eða að gera eitthvað þaðan af verra. Annars fannst mér þetta hin fínasta skemmtun og sé ekki eftir neinu.

Seinna LAN mótið sem ég hef komið nálægt var HRingurinn, sem Tölvunarfræðideild HR hélt. Það mót gekk mjög vel, rafmagn sló ekki nema einu sinni út og ekki á svæði CS spilaranna. Mótið gekk snuðrulaust fyrir sig og endaði með sigri RWS gegn celphtitled í úrslitum.


“og nenni nu ekki að minnast á HRinginn sem var mesta tímasóun ever_.”

Ég man ekki betur en að lið ha$te hafi tapað 1 eða 2 af leikjum sínum í riðlakeppni og farið áður en riðlum lauk. Þeir voru víst ekki nógu sáttir við úrslit sinna leikja og vildu komast í eitthvað partý(að þeirra sögn).

Ég vona að ykkur finnist að HRingurinn hafi heppnast vel og ykkur hlakki til að spila á næsta LAN móti.

Þvíekki vill maður vera að halda LAN mót fyrir vanþakkláta aðila sem fara þegar þeim hentar? Ekki vil ég það.

Jæja, nóg komið af röfli hjá mér, en hvað finnst ykkur um LAN mótin tvö, eru þið ósammála mér?
Endilega komið með ykkar skoðun á þessu, sem og hvort þið hafið áhuga á fleiri LAN mótum.

Kv,
egillth