Ágætu huldumenn sem annist ritstjórn og ritskoðun á Huga!

Mig langaði til að varpa fram einni lítilli spurningu varðandi kannanir. Eru allar sem berast birtar eða er einhverjum hent? Ég spyr því þessar kannanir eru misgáfulegar svo vægt sé til orða tekið. Til dæmis sé ég ekki nokkurn tilgang með þeirri könnun sem nú er uppi, hún er afar heimskuleg og illa grunduð. Til dæmis er enginn svarmöguleiki fyrir mig, sem spila cs að jafnaði tvisvar í viku. Ég hygg að fleiri eigi í vandræðum með að svara þessum ósköpum.

Ég sendi inn könnun í gær, hún var samþykkt en birtist ekki fyrr en eftir rúman mánuð vegna þess að fyrir liggur hrúga af könnunum. Ég vona bara að þær séu ekki í stíl við prumpið sem nú er fyrirliggjandi. Við í GGRN klaninu rekum heimasíðu og nú er sálfræðingur klansins, [GGRN]Fidel** að vinna að viðamikilli félags- og sálfræðilegri úttekt sem vonandi birtist innan tíðar. Hún tekur til ýmissa þátta með sérstaka áherslu á að finna það sem telst töff í cs-heiminum íslenska. Til að niðurstöður séu sem ábyggilegastar reiðir hann sig að miklu leyti á útkomu ýmissa skoðanakannanna. Fidel er sem stendur strandaður í miðju kafi vegna þess að einhver ófrumlegur stigasjúklingur sendir inn könnun þar sem spurt er hversu oft spilarðu cs á dag? Hvaða… hvaða… hérna… jæja, ég ætla ekki að segja það sem mér dettur í hug.

Með kveðju,