Jæja þar sem margir bætast við í þennan leik á degi hverjum þá ákvað ég að senda grein um hvernig maður á að spila cs. Maður tekur eftir þessum nýliðum (newbies) þar sem þeir spila allt örðuvísi en þessir reyndu.
CS gengur út á það að drepa sem flesta í hinu liðinu og sá sem er með flest dráp (frögg) er auðvitað bestur. Þú getur séð hverjir eru bestir með að fára á þessa síðu www.ifrags.com. Ég ætla að gefa ykkur nokkur góð ráð til að drepa sem flesta.
Þegar óvinur byrjar að skjóta á liðsfélaga farðu þá í skjól og biddu þangað að liðsfélaginn deyr. Þá byrjar óvinurinn (líklegast búinn að missa smá orku) að hlaða byssuna sína. Þá er góður tími til að koma fram og skjóta hann.
Tjaldaðu (campaðu) sama hvort sem þú átt að sækja eða ekki. Þú heyrir oft á serverum að það sé slæmt að tjalda en svo er aldeilis ekki. Þeir eru bara fúlir yfir hvað þú sért góður að tjalda og öfunda þig. Með því að tjalda getur þú komið óvininum á óvart og skotið hann í bakið. Séstaklega þegar þú átt að sækja er gott að tjalda. Það kemur óvininum álgjörlega í opna skjöldu og líklegast færð þú þá dráp.
Planta eða að aftengja sprengju (defusa) fer eftir liði er ekki gáfulegt að gera. Á meðan þú plantar þá getur þú ekki drepið neinn og alls ekki þegar þú aftengir hana. Það er bara til að plata mann eins og ég sagði þá gengur leikurinn út á það að drepa. Hvernig heldur þú að svona gaurar eins og Spaz* hafa orðið góðir. Þeir svífast einskins og drepa alla.
Svo er það eitt sem þú átt aldrei að gera en það er að drepa liðsfélaga (teamkilla) því þá færð þú -1 dráp og það er frekar slæmt. Og ef einhver drepur þig skammaðu hann mikið því hann er að stöðva þig í að vera góður.
Svo ælta ég að kenna ykkur hvernig maður á að hegða sér á serverum.
Þegar þú kemur inn í leik þá byrjar maður alltaf á að skoða liðin og sjá hvort liðið sé betra. Þegar þú áttar þig á því þá ferð þú auðvitað í góða liðið.
Ef þú heldur að einhver sé að svindla (h4xa) þá verður þú að kalla hann svindlara eða h4xara. Oft verða þeir reiðir en það bara líklegast útaf því að þeir eru að svindla og vilja ekki að það fattist.
Vertu með kjaft á serverum og reyndu að fara í taugarnar á öllum því að þá byrja þeir að spila ílla og þá verður það létt fyrir þig að drepa þá (þú færð fragg).
Svo þegar leikurinn er búinn segðu þá gg (good game) ef þú drapst marga en bg (bad game) ef þú drapst marga en reyndu samt að forðast að segja það því helst átt þú að vera farinn af servernum ef þér gengur ílla. Því að hver leikur skráist á ifrags (www.ifrags.com)
Jæja ég vona að þið lærið að spila cs með að lesa þetta og byrjið að fragga eins og þeir bestu.
[-=NeF=-]Natas (nýliðahjálpari)