Ég ætla að reyna að stofna til smá málefnalegra hluta hér á þessu blessaða áhugamáli okkar og fá skoðanir frá ykkur notendunum varðandi þessa “nýju” tækni til að góma svindlara glóðvolga.
Fyrst ætla ég þó að útskýra þetta frá mínu sjónarhorni og minni ég á að þetta er _EINUNGIS_ mín skoðun en ekki félaga minna á #Cheat-Scanner.is, Simnet og OgGZ.
Ég hef fengið margar skoðanir á þessu máli sem er ekkert nema gott og auðveldar okkur til muna að þróa þessa starfsemi. Aðrir hafa kallað þetta fasisma og að þetta sé í málum Valve eða Steam að útkljá þessi hack vandamál því jú þetta er þeirra leikur.
Þessu er ég ekki sammála og er ég með smá samlíkingu á þessu máli.
Við erum öll sem þegnar í samfélagi, við höfum okkar skyldur og einnig okkar rétt. Við höfum rétt til að gera ýmsa hluti en um leið og við förum að gera hluti sem við höfum ekki rétt á kemur löggæslan í málið. Í þessu tilviki ætla ég að líkja okkur rconunum og adminunum við löggæsluna í þessu samfélagi okkar. Í alvöru samfélagi er markt sem má ekki gera eins og að eiga í vörslu sinni eiturlyf. Eiturlyf má ekki selja og ekki neyta. Í þessari líkingu minni er hack, eiturlyf okkar samfélags, mér er alveg sama þótt þú sért að nota það í movie-making eða bara leika þér á lani eða á móti bottum, þú ert samt að _NOTA_ það og það er það sem skiptir máli.
Ykkur finnst þetta kannski asnalegt en þegar maður hugsar út í það hversu fáránlegt það væri ef að allir gætu bara sagt “já en ég er bara að leika mér á móti bottum” eða “ég er að búa til movie” og þá ertu bara stikkfrír. Hugsið ykkur ef löggan myndi stoppa einhvern sem væri með eiturlyf á sér og hann gæti bara sagt “já ég er bara að geyma þetta fyrir vin minn” eða “ég er bara að skoða þetta, fannst þetta looka vel við honduna mína”.
Því er ég að hugsa hvort það sé rétt að hafa bara hiklaust bann, alveg sama hvað þú ert að gera með þetta hack.
Reynið nú að sýna þroska og segið mér hvað ykkur finnst um þetta mál. Eru þið sammála eða ósammála, komið með góð rök.
-Andri
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius