Hvað er svona skemmtilegt við TF(C)? Það er svo sem ekki nema von að maður fái svona spurningar nú til dags, blómaskeiðið löngu liðið og ekki eitt klan starfandi á landinu lengur.

Ég skal segja ykkur hvað er svona gaman við Team Fortress (Classic/1.5). Það er stanslaus hasar í 30 mínútur.

Þú ert soldier í vörn í Well og færð á þig endalausar öldur af medics og scouts concandi upp úr vatninu, soldiera sem rocketjumpa upp atticið, spies sem að læðast aftan að þér, HWGuys sem lötra áfram eins og skriðdrekar.

Þú ert engie í vörn í 2fort, og það er allt löðrandi í medics, scouts, spies og soldiers sem að hrynja niður lyftustokkinn eða læðast úr spíralnum, neglandi handsprengjum í litlu sætu byssuna þína (SG/Sentry Gun). Þú ert eina von liðsins, því að þeir sem að komast í gegnum hina varnarmennina, eiga bara þig eftir og ef þú klikkar, gæti fáninn verið farinn á augabragði.

Þú ert spy í sókn, þú ert alltaf með öndina í hálsinum, skyldi þessi soldier gruna þig um græsku og negla þig, ætli engieinn komi auga á þig og nái að bjarga byssunni áður en þú tekur hana niður, og ætli þessi HWGuy sjái í gegnum þig og geri þig að gatasigti á sekúndubroti? Nærðu að læðast að fánanum í Well og kasta honum niður þar sem félagar þínir bíða til að hlaupa burtu með hann?

Þú ert medic í sókn, og verður að passa þig ekki bara á sóknarmönnum hins liðsins sem að negla á þig þegar þeir hlaupa framhjá heldur einnig vörninni, þú verður að halda uppi hraðanum því að ef þú nærð að taka varnarmanninn með þér í dauðann, þá gætirðu kannski náð því að verða á undan honum ef þú concar.

Þú ert scout í sókn, þú ert með litla og ljóta byssu, þú ert með ekki einu sinni 100 í líf og armourið er hlægilegt. En þú ert sneggri að hlaupa en allir aðrir og því skýstu um allt eins og kanína, aldrei stopp og alltaf að reyna að nálgast fánann, hvar svo sem liðið þitt hefur komið honum.

Í alvöru leik er þetta massakeyrsla allan tímann, duglegir scoutar og medicar mega alveg eiga von á því að vera með skorið 2/45 eftir 30 mínútna leik, en það skiptir þá engu máli. Team Fortress er nefnilega liðsleikur, það er fjöldi flagga sem að skiptir máli, engum dettur í hug að kalla leikmann lélegan sem er með skorið -2/50 ef að hann er leikmaðurinn sem náði alltaf að koma fána andstæðinganna á hreyfingu og þangað þar sem að aðrir leikmenn náðu að koma honum áfram.

Það er ekki óalgengt að aðeins einn sóknarleikmaðurinn endi með jákvætt skor (til dæmis 50/40) en hinir allir í stórum mínus, hann er þá maðurinn sem að náði að koma fánanum síðasta spölinn á meðan að félagar hans héldu áfram að hrella andstæðinginn svo hann næði ekki að hafa vörnina trausta þegar að fáninn kæmi aftur.

Þetta er það sem að TF hefur framyfir til dæmis CS, 30 mínútna keyrsla þar sem allt er sjóðandi, hvort sem er í stöðvum beggja liða eða á milli þeirra. Ég man eftir rosalegum leik <a href="http://http.hugvit.is/vit.nsf/pages/simnetslan-grid.html">VIT og gRiD</a> á Símnet LAN, þar sem að fáninn okkar var í lyftuopinu og það voru 5 gRiD menn að negla öllu á mig þar sem að ég lokaði gatið af, með engie og medic fyrir aftan mig að lemja í mig armour og pumpa mig upp með heilsu. Við náðum að halda fánanum í það skiptið en í um tvær mínútur (þeim tókst að snerta fánann þannig að hann framlengdist þar) sá ég varla neitt, þvílíkar voru sprengingarnar á meðan að ég virkaði eins og tappi.

Þetta eina atvik er ennþá ljóslifandi í minninu, vegna þess að meiri spennandi leik í heildina séð hef ég ekki spilað, tvö hnífjöfn lið sem kunnu að spila, með frábæra einstaklinga innanborðs, og svo voru þessar tvær mínútur geggjaðar.

Svo ég haldi áfram að vera eins og afi gamli, þá man ég eftir því þegar við vorum að berjast fyrir einhverju topp 10 sæti í OGL, það var Shutdown2 og við þurftum að vinna með 3 flöggum til að sigra í heildina séð, hitt liðið náði að komast út með fánann okkar þegar að 2 mínútur voru eftir og við 3 flöggum yfir, þennan fána máttum við alls ekki missa og því fór öll vörnin út með fánanum og kom sér fyrir þar, síðan upphófst geðveikur bardagi þar sem að undir lokin voru nær allir leikmenn liðanna að berjast á opnu svæði um þetta eina fánagrey, andstæðingunum tókst síðan að pota því þegar að tíminn hefði átt að vera liðinn (skv. timeleft sem að var ekki mjög áreiðanlegt þá).

Þetta er það skemmtilega við TF, liðsheild sem að nýtir sér geysimikla taktík og frábæra einstaklinga til þess að sigra aðra liðsheild.
Þetta er það skemmtilega við TF, brjáluð keyrsla í hálftíma þar sem að hvert skot, hver mistök skipta máli.
Þetta er það skemmtilega við TF, að vera með skorið 5/83 en vera kampakátur því að liðið vann.
Þetta er það skemmtilega við TF, frábær félagsskapur.


Ég þakka lesturinn, og vona að gömlu góðu tímarnir komi aftur með TF2, því að ekki er útlitið bjart með TF1.5.

Hver veit nema að úrslitin [VIT] <a href="http://http.hugvit.is/vit.nsf/pages/simnetslan-hate.html">140-0</a> [.Hate.] sjáist þá aftur? :p

[VIT]Augustus
Summum ius summa inuria