Þá er draumur allra CS (1.6) spilara loks að veruleika og komið eitt flottasta lanmót í sögu Íslands.
Þetta lanmót ber heitið Kísildalur Official Lanmót og er þetta mót styrkt af Kísildalur tölvuverslun.
Mótið er haldið í Egilshöllinni helgina 1.-3.júní og kostar 3500kr inn á mótið.
Þetta er ekki haldið í aðal sal Egilshallarinnar en þó er þetta í 400 m2 rími (sem við munum ekki fullnýta) sem er held ég stærra en aðal salurinn í HK húsinu (þar sem Skjalfti var haldinn).
Húsið mun opna 13:00 á föstudeginum og loka 17:00 á sunnudeginum (gæti breyst eitthvað smávegis).
Kísildalur verður með stórglæsileg verðlaun í boði.
Einnig er hægt að vera í Klanleysu (mæta án liðs og spila ýmsa leiki).
Skráning hefst Í KVÖLD klukkan 20:00 og verður slóðin á skráninguna birt á ircrásinni okkar #official.lanmot, fyrstir koma fyrstir fá.
Sjáumst sem flest, ef það eru einhverjar spurningar þá komiði á ircrásina og spyrjið einhvern stjórnanda.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius