Kvöldið var margþrungið, de_train var spilað óeðlilega oft en de_dust kom inní við og við. Fólk virðist hafa skipt sér í lið nokkuð fljótt og mapp eftir mapp var spilað.

Á þessum tíma var ekkert teamspeak og ekkert ventrillo. Aðeins text chattið í leiknum…

Besta byssan var Coltinn fyrir næstum ekkert recoil, þannig að vera terroristi var mjög erfitt, og aðeins þeir huguðu æstluðust í það lið. Tilbúnir að sanna sig fyrir stóru strákana.

Þetta var tímabil gömlu jálkana, clön einsog TVAL, FreeFrags, VL, XpreZ, -=NeF=-, 3D og náttúrulega .Hate. og .Love. voru regluleg inná serverunum og nýju clönin litu upp til stóru strákana með aðdáunaraugum, þeir voru synir okkar… okkar ábyrgð að kenna þeim reglurnar.. bæði þær skrifuðu og óskrifuðu.

Seinasta roundinu lauk, Counter Terrorists unnu einsog venjan var oft, en þau round sem Terrorists unnu voru sætustu sigrarnir.

Það sögðu allir GG, enda þýddi það að allir léku drengilega og virtu hvorn annan þrátt fyrir baráttuna og blóðið á milli þeirra.

Við mundum ávallt berjast með hörku, ófyrirgefanlegri hörku… en aðeins í leiknum. Eftir blóðugan bardaga, gætum við allir komið saman í okkar raunverulega heimi og hlegið að þessu sem bestu mátar.

Þetta var tíminn þegar stórstjörnurnar voru að fæðast og Counter-Strike með…. þetta var okkar tími.

http://www.simnet.is/sinai/ifrags.png