Eins og flest allir hafa tekið eftir þá liggja flest allir Simnet serverarnir niðri. Í fyrstu var talið að um einfalda bilun hafi verið að ræða en nú er komið í ljós að þessi bilun er mun alvarlegri en var talið í fyrstu. Allir Simnet serverarnir í cs1.6 eru endanlega ónýtir fyrir utan Maníuna. Svona server-reklar eru mjög dýrir og hafa yfirmenn deildarinnar sem sjá þ.á.m um CS serverana sagt að ekki yrðu keyptir nýjir serverar. Er þetta mikill missir fyrir CS 1.6 samfélagið og er hægt að segja með sönnu að það sé dautt. Er þá lítil þörf fyrir RCONa og annan mannskap og hefur mér sem og öðrum stjórnendum serverana verið “sagt upp”. Vil ég nýta tækifærið í þessari grein og þakka öllum þeim sem hafa verið stjórnendur um tíðina og öllum öðrum sem hafa hjálpað okkur í gegnum tíðina.
GG's.
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius