Með þessum skrifum mínu hér eru mínar hugleiðingar og hugmyndir af leikjar landsliðum hér á Íslandi.

Það er búið að vera umræða um landsliðið í css hér á /hl og spekúlerantar með ýmsar pælingar hvað það varðar og einhverjir að miskilja að ég sé búinn að gefast upp á .is osfr. sem er langt í frá að vera rétt ;) þó svo að ég sé komin á elliárin, þá hef ég alltaf jafn gaman af þessu bulli :)

Mín hugmynd af landsliði er sú að .is þarf að vera laus við alla einnokun/einvalds og allir standa jafnfætis í að komast í landslið. Eins og flest allir vita þegar kemur að landsliði í þjóðfélaginu, þá þurfa einstaklingar að sýna sig og sanna, en það er ekkert sjálfgefið að ef sá aðili sé góður að það sé vísun á inngöngu í landsliðið, heldur er hann skoðaður sérstaklega.

Einnig myndi ég vilja sjá samstöðu hjá leikjar-landsliðum, þ.e.a.s. að öll lið komi undir sama hatt, en með vissum formerkjum sem hver leikur kallar á því að tveir leikir eru ekki eins. Hérna er ég að tala um að öll landslið verði samankomin á eina heimasíðu, undir einni stjórn.

Stjórnin myndi samanstanda af einstaklingum úr hverri deild, en stjórnin þarf ekki endilega vera spilarar (en geta það samt). Stjórnin myndi vinna við að afla styrki, koma ýmsum málum í framkvæmd, takast á við hin og þessi vandamál sem koma upp, fara yfir umsóknir með Leader hverrar deildar, sjá um auglýsingamál osfr.

Þannig að þetta myndi þá líta þannig út:

2-3 Stjórnarmeðlimir+ 1 fulltrúi úr hverri deild
1-2 Fulltrúar hverrar deildar
Leader
Keppendur

Stjórnin heldur vent-fundi reglulega og sér um reksturinn og Leader þarf ekki að hafa áhyggjur um rekstur landsliðsins, heldur getur einbeitt sér að stratta landsliðið sitt osfr.

Ég hef horft á erlendar þjóðir með þetta sama consept og það er til sóma hvernig þeir byggja þetta upp.

Með þessu þá er auðveldara fyrir okkur að leitast eftir styrkjum og erum mun öflugari á marga vegu.

Ég sjálfur hef mikinn áhuga á að starfa í þessu og koma upp heimasíðu fyrir landsliðin á Half-life.is og byggja þetta upp með áhugasömum mönnum .

Til að byrja með þá hefði ég áhuga á að heyra í reyndum spilurum, en hægt er að hafa samband við mig á ircrásinni #Half-life.is (Chef-Jack).

Svo þið sjáið nokkurn veginn hvað ég meina, þá set ég hér einn link á Dönsku landsliðin:
www.team-denmark.org

Ég geri mér grein fyrir því að við náum ekki þessum stærðarflokki líkt og aðrar þjóðir, heldur þarf að byggja þetta upp og síðan bætist við fleiri landslið frá öðrum leikjum.

Er þetta eitthvað sem hægt er að spá í?

Komið með ykkar skoðanir og hvort við ættum að halda áfram með þessa hugmynd osfr.