Heil og sæl,
Þetta er nokkuð löng grein….
Nokkrar pælingar varðandi svindl í CS en það hefur verið vinsælt umræðuefni hérna í langan tíma og á líklega eftir að vera heitt efni í dálítinn tíma.
1. Hvert er markmiðið með svindlinu?
Svindl gera menn ekki betri í leiknum… Vissulega deyja menn kannski síður og fragga meira, en það gerir þá ekki betri því að það er ekki fyrir eigin verðleika þeirra sem leikmenn að þessi úrslit verða, heldur fyrir tilstuðlan svindlsins.
Er það til skemmtunar? Er gaman að svindla, gera aðra leikmenn pirraða og fá þá á móti sér? Gera alla svo tortryggna að þeir hætta að hafa ánægju af því að spila? Um leið og maður er farinn að svindla gerir maður ráð fyrir því að einhver annar er að því líka. Ég vil meina að þeir sem svindli séu mun tortryggnari þegar þeir svindla ekki en aðrir sem svindla aldrei. (skilduð þið þetta?) Eykur þetta þá skemmtanagildi leiksinns?
Ef menn verða uppvísir að svindli þá eiga þeir von á lístíðarbanni frá því að spila á Símnet þjónum undir réttu nafni, frá því að taka þátt á skjálftamótum og loks frá því að spila með sínu CLANi. Persónulega finnst mér það gaman að spila að ég mundi aldrei taka þessa áhættu. Refsingin er mjög hörð - réttilega.
2. Hvernig getum við komið í veg fyrir svindl?
Þetta er sennilegast erfiðasta spurningin. Ég sá á IRC um daginn tvo menn tala um hvernig best sé að fara að því að svindla og þegar umræðurnar eru orðnar opnar þá erum við í vanda stödd.
Besta leiðin til að koma í veg fyrir svindl er að svindla ekki sjálf. Þetta er kannski óraunhæf, kommúnísk hugsjón en staðreyndin er sú að ef það myndast sterk samstaða um að svindla ekki þá kannski, kannski hætta menn að svindla hreinlega vegna hópþrýstings…
Raunveruleikinn er kannski frekar sá að það eru alltaf einhverjir sem svindla..
Það borgar sig samt ekki að saka hann um það. Í fyrsta lagi þá gæti verið að ekki sé um svindlara að ræða og þá er búið að skemma fyrir leikmanni sem er að eiga góðan dag. Í öðru lagi þá er allt eins líklegt að viðkomandi láti sig hverfa eða hætti að svindla áður en það er hægt að skoða það nánar. WON ID viðkomandi eru líklegust til að skila árangri.
Á endanum koma svindlararnir upp um sig sjálfir.
3. Hverjum treystir maður þegar maður er að spila CS?
Þá á ég ekki bara við á public serverum, heldur líka scrimmum, ICSN og öllum öðrum CLAN match… Hvernig ætlarðu að vita hvort menn séu að svindla eða ekki þegar taka 3 headshot í röð. Kannski var það bara grís, kannski er hann að svindla. Þú veist ekkert um það.
Allir hafa átt leiki þar sem allt gengur upp og leiki þar sem ekkert gengur upp. Að saka menn um svindl er mjög alvarlegt og maður vill forðast það eins og maður getur, en hvernig getur maður verið viss?
Maður er að sjá menn á pblic serverum með 40:5 eða eitthvað álíka.. Er hann að eiga góðan dag eða er hann að svindla? Hvernig veit maður? Maður veit það ekki, maður treystir því að þeir sem spili með manni séu ekki að svindla.
Síðan sér maður úrslit í scrimmun, 33:1, 32:2 og álíka. Eru clönin farina að svindla líka? Eða er þetta kannski ekki bara gott skipulag v.s. lélegt skipulag? Kannski átti sigurliðið góðan dag… Kannski átti tapliðið vondan dag… erfitt fyrir okkur að greina það.
Ég vil taka fram að ég er ekki að saka neitt Clan um svindl. Veit ekki til þess að það hafi gerst í scrimmum hjá mér. Reyndar var einn helvíti góður í scrimmi um daginn. Miklu betri en allir hinir, hann headshot –aði mig þrisvar sinnum í röð…..(skiljið þið hvað ég á við?)
Þegar maður fer inn á public þjón þá fer maður með það í huga að skemmta sér með öðrum. Maður treystir á að aðrir á þjóninum spili heiðarlega eins og maður sjálfur. Þetta er fólk sem maður þekkir ekkert en treystir samt, sem er í raun mjög merkilegt – að treysta fólki sem maður þekkir ekki. Stóra spurningin er, erum við traustsins verð?
Viljum við ekki vera það?
Gl & Hf
-Hákon