Var að leika mér aðeins í TFC á erlendum server þegar að ég rakst á ótrúlegan hlut.

Borðið var Rock2, ég var engie og setti byssuna upp við innganginn að wardens respawn, og annar engie sína beint á móti þannig að inngangurinn var vaktaður.

Við förum í sókn og skorum, og svo allt í einu kemur að þeir hafi náð lyklinum okkar. Jæja, þetta gæti hafa verið spy hugsa ég og fer að tölta til baka til að tékka á þessu. En nei, er hann þá ekki snöggur að því að taka lykilinn aftur og skora strax aftur. Nú verð ég gramur og tölti yfir að gas chamber og bíð þar eftir honum þegar að dyrnar opnast og enginn kemur út. Ekki nóg með það heldur er hann aftur búinn að ná gaddem lyklinum, ég bíð við gasherbergið eftir honum, ekki sé ég neinn en allt í einu er gasað.

Nú vorum við engie-arnir orðnir pirraðir enda er þetta orðið meiriháttar grunsamlegt vægast sagt, við komum fyrir SG í sjálfu lykilherberginu og potum dispenser fyrir dyrnar, og tökum okkur báðir stöðu, ég inni í herberginu og horfi á lykilinn, hann fyrir dyrunum að utanverðu og horfir inn í herbergið á lykilinn einnig.

Allt í einu heyrist SGið snúast einn hring, lykillinn hverfur fyrir framan augun á okkur og við heyrum “The enemy has your key”. Þarna gátum við ekki annað en LOL-að, enginn sást koma inn, SGið sá einhvern en bara í sekúndubrot því að hún hleypti ekki af einu einasta skoti.

Við skiptum yfir í spectator mode en náum ekki að læsa okkur á þennan svindlara (mic_yu eða e-ð svoleiðis), við getum speccað alla aðra en akkúrat þennan gaur.

Við þetta gafst ég bara upp, enda ómögulegt að slást við menn sem að eru ósýnilegir. Það var ekki eins og að við sæum lykilinn einu sinni svífa burtu heldur bara hvarf hann.

Þessi svindl sem eru í gangi, sem og leiðindabögg sem ég hef orðið var í CStrike með FF (menn að skjóta mann í eigin respawn, hnífa menn og meira vesen) veldur því að ég held að ég spili bara á LÖNum það sem eftir er.

Einhver sem að hefur hins vegar grun um hvernig þetta svindl fór fram, ég hef séð mörg en ekki þetta áður.
Summum ius summa inuria